TF1RPB í Bláfjöllum fær nýtt loftnet
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI og Jón Ingvar Óskarsson, TF1JI, fengu far í Bláfjöll í gærmmorgun, þann 5. febrúar, með Guðmundi Sigurðssyni, TF3GS. Við það tækifæri var endurvarpi félagsins, TF1RPB („Páll”), tengdur við nýtt sambyggt “co-linear” VHF/UHF húsloftnet frá Workman af gerðinni UVS-200. Nýja loftentið kom í stað ¼-bylgju GP loftnets sem félagið hafði fengið heimild til að nota til bráðabirgða. Nýja loftnetið er 2,54 metrar á hæð […]