Entries by TF3JB

,

TF1RPB í Bláfjöllum fær nýtt loftnet

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI og Jón Ingvar Óskarsson, TF1JI, fengu far í Bláfjöll í gærmmorgun, þann 5. febrúar, með Guðmundi Sigurðssyni, TF3GS. Við það tækifæri var endurvarpi félagsins, TF1RPB („Páll”), tengdur við nýtt sambyggt “co-linear” VHF/UHF húsloftnet frá Workman af gerðinni UVS-200. Nýja loftentið kom í stað ¼-bylgju GP loftnets sem félagið hafði fengið heimild til að nota til bráðabirgða. Nýja loftnetið er 2,54 metrar á hæð […]

,

CQ TF janúarblað 2013 er komið út

Ágætu félagsmenn í ÍRA, mér veitist sú ánægja að senda ykkur 1. tölublað CQ TF þessa nýja árs og á það nú að hafa borist öllum í tölvupósti. Mestan heiður af blaðinu eiga þeir Jónas formaður og Vilhjálmur uppsetningarmaður, TF3JB og TF3VS. Þeim vil ég þakka sérstaklega mikla vinnu við blaðið. Einnig þakka ég öllum höfundum efnis […]

,

TF3VS verður með fimmtudagserindið

Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS, flytur næsta erindi á vetrardagskrá félagsins. Það verður haldið fimmtudaginn 7. febrúar n.k. kl. 20:30 í félagsaðstöðunnni við Skeljanes. Erindi Vilhjálms nefnist: PSK-31 og aðrar tegundir stafrænnar mótunar fyrir byrjendur. Vilhjálmur Ívar hefur mikla reynslu af stafrænum tegundum mótunar og hefur verið QRV á amatörböndum á flestum þeirra s.l. 15 ár. Hann skrifaði m.a. áhugaverðar greinar […]

,

Safnað fyrir RF magnara fyrir TF3IRA

Áhugi er fyrir að félagsstöðin, TF3IRA, eignist nýjan magnara. Nokkrir félagar hafa tekið sig saman og ákveðið að hrinda af stað söfnun sem geti létt undir með félagssjóði og hjálpað til við að fjármagna kaupin. Markmiðið er að safna allt að 300 þúsund krónum og þá geti félagssjóður brúað bilið upp á það sem vantar. Menn sjá […]

,

Námskeið til amatörprófs, frestur til 5. febrúar

Athygli er vakin á að skráning á námskeið Í.R.A. til amatörprófs er opin til 5. febrúar n.k. Námskeiðið hefst þann 12. febrúar n.k. og lýkur með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar þann 4. maí. Kennt verður á þriðjudögum og föstudögum kl. 18:30-20:30 í Háskólanum í Reykjavík. Áhugasamir eru beðnir um að skrá þátttöku á ira (hjá) ira.is Námskeiðsgjald er 14 […]

,

Vel heppnaður fimmtudagsfundur í Skeljanesi

Sérstakur fimmtudagsfundur var haldinn í félagsaðstöðunni við Skeljanes fimmtudaginn 24. janúar. Á dagskrá var annars vegar afhending verðlauna í TF VHF leikunum 2012 og VHF/UHF málefni og fluttu þrír félagsmenn stutt inngangserindi um málaflokkinn; Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA; Guðmundur Löve, TF3GL og Benedikt Guðnason, TF3TNT. Andrés Þórarinsson, TF3AM, varaformaður félagsins, opnaði kvöldið á glæsilegan hátt með fljúgandi góðum inngangi […]

,

Stöðutaka í morsi verður í boði á laugardag

              Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins er stöðutaka í morsi, sem fram fer laugardaginn 2. febrúar n.k. kl. 15:00-17:00 í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Þeir Stefán Arndal, TF3SA og Guðmundur Sveinsson, TF3SG, annast viðburðinn. Félagsmenn geta skráð þátttöku með því að senda töluvpóst á Guðmund. Tölvupóstfang hans er: dn (hjá) hive.is eða haft samband við hann í GSM […]

,

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs hefst 12. febrúar

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs hefst þann 12. febrúar n.k. og lýkur með prófi hjá Póst- og fjarskiptastofnun þann 4. maí n.k. Kennt verður á þriðjudögum og föstudögum kl. 18:30-20:30. Kennsla fer fram í Háskólanum í Reykjavík. Próf PFS til amatörleyfis verður haldið á sama stað laugardaginn 4. maí. Áhugasamir eru beðnir um að staðfesta fyrri skráningar á ira (hjá) […]

,

Ný kallmerki frá Póst- og fjarskiptastofnun

    Póst- og fjarskiptastofnunin, PFS hefur nýlega úthlutað eftirtöldum nýjum kallmerkjum: Kallmerki Leyfi Leyfishafi / not Staðsetning Skýringar / rétthafi TF3APE Sérheimild APRS stafvarpi 104 Reykjavík Ari Þ. Jóhannesson TF3ARI TF3APF Sérheimild APRS stafvarpi 110 Reykjavik Eldra kallmerki TF3RPF; Í.R.A. TF3APG Sérheimild APRS stafvarpi 101 Reykjavík Eldra kallmerki TF3RPG; Í.R.A. TF3OZ G-leyfisbréf Óskar Þórðarson […]

,

TF3ZA er kominn til Marokkó

Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA og 15 manna ferðahópurinn sem lét úr höfn frá Seyðisfirði með ferjunni Norröna þann 9. janúar s.l., er nú kominn til Marokkó í Afríku, eftir akstur í gegnum Evrópu og ferjusiglingu frá Spáni. Þar með má segja að hið eiginlega sex mánaða bifreiðaferðalag hópsins um Afríkulönd sé hafið en takmarkið er að enda […]