Entries by TF3JB

,

FJÖR Í SKELJANESI Á LAUGARDEGI.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A stóð fyrir „Dótadegi“ í Skeljanesi laugardaginn 13. desember. Þetta var 6. og síðasti “dótadagurinn” á fræðsludagskrá ÍRA haustið 2025. Icom UR-FR5000 VHF endurvarpi var hafður tengdur og voru handstöðvar notaðar til að prófa virknina í endurvarpanum. Bæði voru gerðar breytinar á stillingum stöðvanna og endurvarpans og prófuð útkoma úr hinum ýmsu […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 18. DESEMBER.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 18. desember á milli kl. 20 og 22. Þetta verður síðasta opnun á þessu ári. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin liggja frammi. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 20.-21. DESEMBER.

OK DX RTTY CONEST.Keppnin stendur yfir laugardaginn 20. desember frá kl. 00:00 til kl. 24:00.Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð: RST + CQ svæði.http://okrtty.crk.cz/index.php?page=english RAC WINTER CONTEST.Keppnin stendur yfir laugardaginn 20. desember frá kl. 00:00 til kl. 23:59.Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, […]

,

DXCC STAÐA TF KALLMERKJA.

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja miðast við 14. desember 2025. Að þessu sinni hefur staða fjögurra kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista, þ.e. TF3G, TF3JB, TF3MH og TF3T. Samtals er um að ræða 16 uppfærslur frá 7. nóvember s.l. Benedikt Sveinsson, TF3T uppfærir á Phone, 80, 20, 15 og 10 metrum, auk þess að koma […]

,

AFBRAGÐSGOTT ERINDI TF3TNT.

Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 11. desember. Á dagskrá var 6. og síðasta erindið á fræðsludagskrá félagsins haustið 2025 sem var í umsjá Benedikts Guðnasonar, TF3TNT og nefndist: „Áframhaldandi uppbygging VHF kerfisins“.  Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA kynnti Benedikt kl. 20:30. Og síðan tók við flutningur hans á erindi kvöldsins, sem fjallaði […]

,

TF1A Í SKELJANESI LAUGARDAG 13. DESEMBER.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mun standa fyrir „Dótadegi Ara“ í Skeljanesi laugardaginn 13. desember. Félagsaðstaðan verður opin frá kl. 13 til 16. Þetta verður 6. og síðasti dótadagur ársins 2025. Farið verður yfir virkan VHF/UHF stöðva og tvær handstöðvar á staðnum notaðar í því skyni. Icom UR-FR5100 VHF endurvarpi verður hafður í gangi á borðinu […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 13.-14. DESEMBER.

ARRL 10 METER CONTEST.Keppnin hefst laugardag 13. desember kl. 00:00 og lýkur 14. desember kl. 24:00.Keppnin fer fram á CW og SSB á 10 metrum.Skilaboð stöðva í W/VE: RS(T) + ríki í USA/fylki í Kanada.Skilaboð stöðva í XE: RS(T) + fylki í Mexíkó.Skilaboð DX stöðva (þ.á.m. TF): RS(T) + raðnúmer.Skilaboð Maritime Mobile (MM) stöðva: RS(T) […]

,

ERINDI TF3TNT Í SKELJANESI 11. DESEMBER.

Síðasta erindið á haustdagskrá ÍRA 2025 verður í boði fimmtudaginn 11. desember. Þá mætir Benedikt Guðnason, TF3TNT með erindið „Áframhaldandi uppbygging VHF kerfisins“.  Húsið opnar kl. 20:00 og byrjar Benedikt stundvíslega kl. 20:30. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi og tekur fram meðlæti. […]

,

QSL BUREAU HREINSAR ÚT 8. JANÚAR 2026.

Áramótasending korta frá TF ÍRA QSL Bureau (kortastofu) fer að þessu sinni fram í janúar 2026. Þá verða öll kort sem borist hafa til stofunnar (þ.á.m. til smærri staða) póstlögð til kortastofa systurfélaganna um allan heim. Síðasti skiladagur vegna áramótaútsendingar 2025/26 verður fimmtudagskvöldið 8. janúar 2026. Þau kort sem berast í QSL kassann í Skeljanesi […]

,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 4. DESEMBER.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 20. nóvember. Hrafnkell Eiríksson, TF3HR kvaddi sér hljóðs og sagði frá því að hann hafi ákveðið að halda smá aðventuleik síðasta sunnudagskvöld (1. desember) sér og öðrum til skemmtunnar og til að búa til hvatningu fyrir nýliðana til að prófa betur stöðvarnar sínar og kynnast fleiri […]