Entries by TF3JB

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 22. OG 29. JANÚAR.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudagana 22. og 29. janúar. Að vanda var margt til umræðu yfir kaffinu, enda er áhugamálið margþætt. Nú, þegar veðráttan hefur að mestu verið „vorleg“ það sem af er nýju ári og dag er tekið að lengja, eru menn farnir að hugsa sér til hreyfings hvað varðar […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 31. JAN.-1. FEBR.

UBA DX CONTEST, SSB.Keppnin stendur yfir frá laugardegi 31. janúar kl. 13:00 til sunnudags 1. febrúar kl. 13:00.Hún fer fram á SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð belgískra stöðva: RST + raðnúmer + 2 bókstafir fyrir landsvæði.Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.https://www.uba.be/en/hf/contest-rules/uba-dx-contest Með ósk um gott gengi! Stjórn ÍRA.

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 29. JANÚAR.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 29. janúar. Húsið verður opið frá kl. 20:00-22.00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin. Sveinn Goði Sveinsson, […]

,

NÝTT VHF VIÐTÆKI YFIR NETIÐ Í REYKJAVÍK.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ gerðu góða ferð í gær (sunnudag) og settu upp nýtt WEB-888 SDR VHF viðtæki í eigu Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A fyrir AM, FM, SSB o.fl. viðtöku. Tækið er  sem staðsett er í nágrenni Perlunar við Bústaðaveg í Reykjavík. Viðtækið þekur tíðnisviðið frá 118 til 148 MHz. Loftnet […]

,

STANGARLOFTNET TF3IRA LAGFÆRT.

Georg Kulp, TF3GZ gerði góða ferð í Skeljanesi sunnudag 25. janúar þegar veður lægði og rétti neðsta rörið á New-Tronics Hustler 6BTV stangarloftneti TF3IRA. Stög voru einnig endurnýjuð að hluta og lítur netið nú ótrúlega vel út eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, fyrir og eftir viðgerð. Loftnetið vinnur á 80, 40, 30, 20, […]

,

NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT.

Undirrituðum er ánægja að tilkynna félagsmönnum um að nýtt tölublað CQ TF, 1. tbl. 2026 er komið út. Vefslóð: https://www.ira.is/wp-content/uploads/2026/01/CQTF-2026-1.pdf Þakkir til allra sem komu að útgáfunni. Félagskveðjur og 73, Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UAritstjóri

,

AÐALFUNDUR ÍRA 2026 – FUNDARBOÐ

Ágæti félagsmaður! Með tilvísan til 17. gr. félagslaga, er hér með boðað til aðalfundar ÍRA sunnudaginn 15. febrúar 2026. Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 14:00. Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga. Reykjavík 25. janúar 2026, f.h. stjórnar ÍRA, Jónas Bjarnason, TF3JBformaður

,

AUKNAR HEIMILDIR LEYFISHAFA Í USA Á 60 METRUM.

Þann 13. febrúar n.k. fá bandarískir leyfishafar (General Class og hærri) heimild til fjarskipta í tíðnisviðinu 5351.5 til 5366.5 kHz. Mest leyfilegt sendiafl er 9.15 W ERP (e. Effective Radiated Power). Vefslóð: https://www.arrl.org/news/new-60-meter-frequencies-available-as-of-february-13 Fyrir hafa þeir heimild til að nota [föstu] tíðnirnar 5332, 5348, 5373 og 5405 kHz þar sem mest leyfilegt afl er 100 […]

,

DXCC STAÐA TF KALLMERKJA.

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja miðast við 20. janúar 2026. Að þessu sinni hefur staða fjögurra kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista, þ.e. TF1OL, TF3G, TF3JB og TF3T. Samtals er um að ræða 19 uppfærslur frá 14. desember s.l. Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL kemur nýr inn á DXCC listann með 2 DXCC viðurkenningar, þ.e. MIXED […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 22. JANÚAR.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 22. janúar. Húsið verður opið frá kl. 20:00-22.00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin. Sveinn Goði Sveinsson, […]