Entries by TF3JB

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 13.-14. DESEMBER.

ARRL 10 METER CONTEST.Keppnin hefst laugardag 13. desember kl. 00:00 og lýkur 14. desember kl. 24:00.Keppnin fer fram á CW og SSB á 10 metrum.Skilaboð stöðva í W/VE: RS(T) + ríki í USA/fylki í Kanada.Skilaboð stöðva í XE: RS(T) + fylki í Mexíkó.Skilaboð DX stöðva (þ.á.m. TF): RS(T) + raðnúmer.Skilaboð Maritime Mobile (MM) stöðva: RS(T) […]

,

ERINDI TF3TNT Í SKELJANESI 11. DESEMBER.

Síðasta erindið á haustdagskrá ÍRA 2025 verður í boði fimmtudaginn 11. desember. Þá mætir Benedikt Guðnason, TF3TNT með erindið „Áframhaldandi uppbygging VHF kerfisins“.  Húsið opnar kl. 20:00 og byrjar Benedikt stundvíslega kl. 20:30. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi og tekur fram meðlæti. […]

,

QSL BUREAU HREINSAR ÚT 8. JANÚAR 2026.

Áramótasending korta frá TF ÍRA QSL Bureau (kortastofu) fer að þessu sinni fram í janúar 2026. Þá verða öll kort sem borist hafa til stofunnar (þ.á.m. til smærri staða) póstlögð til kortastofa systurfélaganna um allan heim. Síðasti skiladagur vegna áramótaútsendingar 2025/26 verður fimmtudagskvöldið 8. janúar 2026. Þau kort sem berast í QSL kassann í Skeljanesi […]

,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 4. DESEMBER.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 20. nóvember. Hrafnkell Eiríksson, TF3HR kvaddi sér hljóðs og sagði frá því að hann hafi ákveðið að halda smá aðventuleik síðasta sunnudagskvöld (1. desember) sér og öðrum til skemmtunnar og til að búa til hvatningu fyrir nýliðana til að prófa betur stöðvarnar sínar og kynnast fleiri […]

,

TF3VS FÆR 5BDXCC VIÐURKENNINGU.

Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS hefur fengið í hendur 5 banda DXCC viðurkenningu (5BDXCC) frá ARRL. Viðurkenningin var gefin út 1. nóvember 2025. Til að geta sótt um 5BDXCC þarf að hafa staðfest sambönd við a.m.k. 100 DXCC einingar á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum, en Vilhjálmur er með að auki, DXCC á 12, […]

,

ERINDI TF3TNT FRESTAST.

Erindi Benedikts Guðnasonar, TF3TNT um “Áframhaldandi uppbyggingu VHF kerfisins” sem halda átti fimmtudaginn 4. desember kl. 20:30 – frestast af óviðráðanlegum ástæðum. Ný dagsetning fyrir erindi Benedikts er á fimmtudag 11. desember n.k. kl. 20.30. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu. Dagskráin í Skeljanesi fimmtudaginn 4. desember verður þess í stað “opið hús” með opinni […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 6.-7. DESEMBER.

ARRL 160-METER CONTEST, CW.Keppnin er haldin á laugardag 6. desember frá kl. 00:00 til sunnudags 7. september kl. 23:59.Keppnin fer fram á CW á 160 metrum.Skilaboð W/VE stöðva: RST + ARRL/VE deild (e. section).Skilaboð annarra: RST.https://www.arrl.org/160-meter KALBAR CONTEST, SSB.Keppnin er haldin laugardag 6. desember frá kl. 00:00 til kl. 23:59.Keppnin fer fram á SSB á […]

,

FJÖR Í SKELJANESI Á LAUGARDEGI.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A stóð fyrir „Dótadegi“ í Skeljanesi laugardaginn 29. nóvember. Þetta var 5. dótadagurinn á fræðsludagskrá ÍRA haustið 2025. Hann bauð upp á mælingar á VHF/UHF handstöðvum viðstaddra, þ.á.m. yfirsveiflum og sendiafli. Ennfremur voru loftnetin sem þeim fylgja prófuð. Mælitæki á staðnum, voru m.a. tíðnirófssjá (e. spectrum analyzer), loftnetssjá (e. antenna analyzer), 100W […]

,

VEL HEPPNAÐ ERINDI TF2AC Í SKELJANESI.

Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 27. október. Á dagskrá var 5. erindið á fræðsludagskrá félagsins haustið 2025 sem var í umsjá Jóns Atla Magnússonar, TF2AC og nefndist: „Allt um DMR (Digital Mobile Radio)“. Jón Atli fjallaði um nýju fjarskiptatæknina sem kölluð er DMR, Digital Mobile Radio. Hann er nýr leyfishafi sem fékk […]