,

ARRL 160M CW KEPPNIN 2022

Keppni ARRL á morsi á 160 metrum hefst föstudag 2. desember kl. 22:00 og lýkur sunnudag 4. desember kl. 16:00. Þetta er 42 klst. keppni þar sem markmiðið er að hafa sambönd við sem flestar stöðvar í Norður-Ameríku (W/VE) á 160 metra bandi.

Einvörðungu sambönd við stöðvar í Norður-Ameríku gilda til stiga og sem margfaldarar. Undantekningar eru stöðvar í Alaska (KL7), Í Karíbahafi (KP1-KP5) og í Kyrrahafi (KHØ-KH9) þ.á.m. á Hawaii (KH6).

Hafi verið fengin heimild til notkunar tíðnisviðsins 1850-1900 kHz fyrr á þessu ári (2022) – þá er sú heimild í gildi í þessari keppni. Heimildin veitir G-leyfishöfum jafnframt leyfi til að nota fullt afl á tilgreindu tíðnisviði í keppninni, 1kW. Annars þurfa leyfishafar að sækja sérstaklega um heimild til Fjarskiptastofu á hrh@fjarskiptastofa.is

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Myndin er af ICOM IC-7600 HF/50 MHz sendi-/móttökustöð sem m.a. vinnur á 160 metra bandinu. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × five =