,

ANDRÉS TF1AM Í SKELJANESI 1. FEBRÚAR

Andrés Þórarinsson, TF1AM mætir í Skeljanes fimmtudagskvöldið 1. febrúar með erindið: „Heppilegar tíðnir á stuttbylgju til innanlandsfjarskipta“.

Viðamiklar rannsóknir hafa verið gerðar um allan heim um langt árabil á bestu tíðnum til fjarskipta, allt eftir vegalengd, tíma dag, árstíðum og fjölda sólbletta. Ein slík rannsóknarstöð var lengi staðsett í Gufunesi. Sagt verður m.a. frá niðurstöðunum og útskýrt hvernig þær geta hjálpað íslenskum radíóamatörum að hafa samband hvert á land sem er á hvaða tíma dags sem er.

Félagsmenn eru hvattir til að láta þetta efni ekki framhjá sér fara.

QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og raða kortum í hólfin. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × 5 =