kaffi og kleinur í Skeljanesi í kvöld og fjörugar umræður um sumarið. Næsti viðburður radíóamatöra á Íslandi er um næstu mánaðamót, VHF-leikar 1. og 2. júlí. Tilvalið að tengja SOTA við VHF-leikana.

TF8KY er umsjónarmaður VHF-leikanna.

TF8TY sonur TF8KY að hjálpa pabba sínum að steypa undirstöðu fyrir nýtt loftnetsmastur.

fh stjórnar ÍRA

73 de TF3JA

Zodiac RT-4000 endurvarpsstöðin vel fest við vegginn. Ljósm.: TF3WS.

Endurvarpi félagsins í Bláfjöllum, TF1RPB, er QRV á ný. Sigurður Harðarson, TF3WS,lagði á fjallið snemma í morgun (14. júní) og tengdi “Pál”; stöðin var fullbúin kl. 09:15. Fyrstu prófanir lofa góðu en þrír leyfishafar prófuðu stöðina skömmu eftir uppsetningu, þ.e. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI(bæði frá eign QTH og /m í Reykjavík), Ólafur Björn Ólafsson, TF3ML/7 (frá Vestmannaeyjum) og Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, TF3IG/1 (frá Grímsnesi í Árnessýslu). Í öllum tilvikum reyndist merkin góð.

Vinnutíðnir TF1RPB eru 145.150 MHz RX / 145.750 MHz TX. Félagsmönnum er bent á, að endurvarpinn er forritaður með útsendingartakmörkun (e. time-out) sem þýðir að eftir u.þ.b. 4 mínútur dettur sending út. Auðveldlega má koma í veg fyrir þetta, ef menn bíða í 1-2 sek. á milli þess sem sent er þannig að endurvarpinn nái að detta út á milli sendinga.

Fljótlega verður lagt á fjallið á ný. Við það tækifæri verður útsendingartakmörkun fjarlægð ásamt því að auðkenni á morsi verður tengt og loftnetamálum komið í endanlegt horf.

Stjórn Í.R.A. þakkar Sigurði Harðarsyni, TF3WS, fyrir frábæra aðstoð við endurgangsetningu TF1RPB. Einnig þeim Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF3ARI; Ólafi Birni Ólafssyni, TF3ML/7 og Guðmundi Inga Hjálmtýssyni, TF3IG/1 fyrir aðstoð við prófanir.

Flóamarkaður var haldinn í dag í félagsheimili ÍRA. Fjölmargir kíktu í heimsókn og fengur sér kaffi og kleinu. Ýmislegt var í boði og eitt og annað skipti um eigendur.

TF3AB og TF3VS

iCom borðið.

Miðbylgjuútvarp framleitt í Cincinati í Ameríku.

Ýmislegt góðgæti í boði.

TF3AB og TF3WZ eru í forsvari fyrir flóamarkaði í Skeljanesi á morgun sunnudaginn 11. júní.

Fjarskiptasafnið að Skógum

Brot úr fjarskiptasögu Íslands

Loftskeytastöðin – 1918

Loftskeytastöð tók til starfa á Melunum í Reykjavík þann 17. júní 1918 og kallaðist hún „Reykjavík radíó“. Fyrsta kallmerki stöðvarinnar var OXR en árið 1919 var Íslandi úthlutað kallmerkinu TF og bar stöðin síðan kallmerkið TFA. Upphaflega var loftskeytastöðin hugsuð sem varasamband til útlanda, viðbót við sæsímann, en aðalhlutverk hennar varð brátt þjónusta við skip og báta og var hún bylting fyrir öryggi þeirra.

Í fyrstu fóru öll fjarskipti við skip fram á Morse en talfjarskipti hófust árið 1930. Fyrsta íslenska fiskiskipið sem fékk loftskeytatæki var togarinn Egill Skallagrímsson, árið 1920. Tveimur árum síðar var fyrsti loftskeytamaðurinn ráðinn til starfa á íslenskt skip.

Þegar skipum með loftskeytatæki fór að fjölga varð hörgull á mönnum sem gátu sinnt þessum störfum og var því efnt til námskeiðs fyrir unga menn sem vildu læra loftskeytafræði. Lauk fyrsti hópurinn námi árið 1923.

Heimild: Saga loftskeytaog símaþjónustu á Íslandi.

TF3CE, Árni Þór Ómarsson kemur til okkar í Skeljanes á fimmtudagskvöld klukkan 20 og fjallar um uppsetningu á endurvörpum fyrir ofan snjólínu.

Um helgina fór vaskur hópur frá Landsbjörg á Drangajökul og setti upp nýjan endurvarpa á rás 44.

Munið líka flóamarkaðinn á sunnudag í Skeljanesi þeir sem vilja láta frá sér gamalt eða nýtt radíódót á flóamrkaðinum er bent á að hafa samband við TF3AB eða TF3WZ.

Amatörpróf var haldið 29. apríl að loknu amatörnámskeiði, 11 mættu til prófs. 8 nemendur náðu G-leyfi og einn N-leyfi. Einn N-leyfishafi reyndi við hækkun tókst ekki að hækka sig þó ekki munaði miklu. Einn mætti til prófs án þess að hafa sótt námskeiðið en náði ekki tilskilinni einkunn.

Nýir leyfishafar að loknu prófi 28. apríl 2017 samkvæmt upplýsingum frá Pfs:

Björn Þór Hrafnkelsson 11 ára G-leyfi TF8TY
Frímann Birgir Baldursson 42 ára G-leyfi TF1TB
Hjörtur Árnason 49 ára G-leyfi
Jón Björnsson 51 árs G-leyfi TF3PW
Jón Hörður Guðjónsson 44 ára G-leyfi TF3JHG
Magnús Ragnarsson 34 ára G-leyfi TF1MT
Ragnar Gísli Ólafsson 40 ára G-leyfi
Ricardo Silva Pimenta 38 ára G-leyfi TF3RSP
Sigurður Guðmundsson 49 ára N-leyfi

Meðalaldur 40 ár. Þokast í rétta átt.

TF8TY með pabba sínum TF8KY

Póst- og fjarskiptastofnun hefur í framhaldi af jákvæðri umsögn ÍRA um erindið, veitt Þorvaldi í Otradal, TF4M tímabundið leyfi til notkunar háafls (KW) á 6m í sumar en reglugerðin heimilar mest 100w á þessu tíðnisviði.

Vinur Þorvaldar og góðkunningi íslenskra DX amatöra JA1BK skrifar grein í júníhefti QST þar sem hann lýsir ævintýrum sínum og tækifærum á sex metrunum:  „6-Meter Polar Es – An Underutilized Propagation Mode. This rare form of polar sporadic-E propagation can yield surprising results.“

Nánar er vísað til greinarinnar í QST sem félagar hafa m.a. aðgang að í blaða- og bókasafni ÍRA í Skeljanesi – en myndirnar eru birtar hér með góðfúslegu leyfi ARRL

Samkvæmt Facebook-síðu Óla TF3ML  náði hann fyrsta QSO við Japan á 6m (JA7QVI) í lok maí 2015.

Stjórn ÍRA óskar Tobba velfarnaðar í tilraununum og hvetur félagana til að nota áfram öll bönd og útgeislunarhætti til fjarskipta og tilrauna.

feykir.is

mynd birt með góðfúslegu leyfi ritstjóra Feykis.is

Flóamarkaður verður haldinn Sunnudaginn 11. júní næstkomandi í Skeljanesi frá klukkan 11 til 16.

Svanur, TF3AB, ásamt Ölvir, TF3WZ, munu halda utan um herlegheitin. Endilega sendið Svani tölvupóst með fyrirspurnum.

Allir velkomnir í kaffi og að sjálfsögðu hvetjum við sem flesta til að kíkja með tól og tæki sem áhugi er á að selja eða skipta.

Velkomin á SYLRA-fund í Kungsbacka, Svíþjóð dagana 8. til 17. september 2017.
Við heimsækjum  Onsala Space Observatory OSO og fáum að vita hvað örbylgjur utan úr geimi geta sagt okkur.
Á öðrum degi heimsækjum við langbylgju sendistöðina Grimeton sem byggð var á þriðja áratug síðustu aldar og er ennþá í góðu lagi sjá: www.grimeton.org. Og áfram höldum við og lærum miklu meira.
Opið er fyrir skráningu á SYLRA 2017.
Vonumst til að sjá ykkur, Anita SM6FXW and Solveig SM6KAT

TF1GW, TF3MH, TF3GB, TF3DC og Villi

TF3DT og TF3VS

Villi og TF3ID

Villi var virkur á 300/27 metrum hér á árum áður, eitt af loftnetunum hans var 4 staka Quad sem ætlunin var að fara með upp á Snæfellsjökul. Villi ætlar að koma á námskeið í haust og er þegar byrjaður að læra fyrir prófið. Villi hefur mikinn áhuga á 2 og 0,7 metrunum og jafnvel enn hærri böndum ef þar verður einhver virkni.

Opið í Skeljanesi í kvöld 20 – 22