,

Vetrarloftnet í Bláfjöll

Benni, TF3TNT og Ari, TF3ARI, fóru í Bláfjöll í fyrradag og skiptu um loftnet á endurvarpanum. Í staðinn fyrir sumarstöngina sem hafði reynst mjög vel og lifað af þó nokkurn vind var settur upp einn Kathrein dípóll efst á eitt horn mastursins og vísar hann í austur átt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Þegar er komið í ljós að í vissar stefnur er merkisstyrkur töluvert minni  en á sumarstönginni eins og við var að búast. En til að fá betri vitneskju um hvernig þetta loftnet reynist miðað við stóru Diamond stöngina má benda á að félagsmenn geta sett inn umsögn “comment” við fréttina með upplýsingum um hvar og hversu vel endurvarpinn næst núna. Einhverra hluta vegna óskýrast myndirnar við að láta vefinn minnka þær en ef smellt er á mynd stækkar hún og verður skýrari. Veit einhver hvers vegna þetta gerist?

TF3ARI tók allar þessar myndir.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seven + 7 =