,

Varist að trufla neyðartíðnir radíóamatöra

Miklar hamfarir eiga sér stað nú í Karabíska hafinu og Mexíó og IARU beinir því til okkar radíóamatöra að forðast að trufla þær tíðnir sem eru í notkun við hjálparstörfin.

tíðnir í Mexíkó:

20m 14.120 kHz
40m 7.060 kHz
80m 3.690 kHz

14.325 kHz er notað í samskiptum við “USA Hurricane Watch Net”.

Ýmsir Winlink hnútar geta líka verið í notkun vegna hamfaranna.

Ábendingin frá TF3SUT um að varast tíðnir sem eru í notkun vegna náttúruhamfaranna í Karabískahafinu og suðurríkjum USA er enn í fullu gildi.

Púertó Ríkó:

3.803, 3.808, 7.188 kHz. Radíóamatörar í Púertó Ríkó hafa líka samskifti við HWN, fellibyljavöktun Karabíska hafsins á 7.268 og 14.325 kHz.

Kúba:

Að degi til, 7.110 kHz og 7.120 kHz til vara, Svæðisnet er á 7.045, 7.080 kHz og á öðrum lægri tíðnum eftir þörfum. Á nóttunni, 3.740 kHz og 3.720 kHz til vara og á öðrum lægri tíðnum eftir þörfum.

Dóminíkanska lýðveldið:

3.873 kHz og 3.815 kHz til vara, 7.182 kHz og 7.255 kHz til vara, 14.330 kHz, 21.360 kHz, 28.330 kHz.

73 de TF3JA

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × four =