,

Útileikarnir voru um helgina

Eftir því sem næst verður komist tóku eftirfarandi amatörar þátt í útileikunum um verslunarmannahelgina. TF3DX/3, TF3HP/1, TF1JA, TF2WIN, TF2AO, TF3GB, TF3SG/5, TF8GX, TF3JB, TF3CY/1. Ef þið vitið um einhvern eða einhverja sem vantar á listann vinsamlega látið vita af því. Oft hafa fleiri amatörar eða amatörstöðvar tekið þátt en oft hafa líka færri verið með og kannski má með sanni segja að mátt hefði minna betur á útileikana og hafa í frammi meiri hvatningu til þátttöku hér á síðunni og rabbinu. En munum að hvatning og þáttökuefling á ekki bara að koma frá stjórn félagsins allir ættu að taka þátt í að peppa upp þáttökuna. Peppa upp er kannski ekki besta íslenskan og íslensku orðin “hressa við” og “lífga uppá” mætti að ósekju nota í staðinn. Sögnin peppa mun hafa verið til frá byrjun seinna stríðs í málinu og líkast til áhrif frá ensku “pep up”. Þáttakendur eru hvattir til að senda inn sína logga sem fyrst og ekki síðar en um næstu mánaðamót til TF3GB. Athyglisvert var að svo virðist sem fleiri CW sambönd en talsambönd hafi verið í loftinu í þetta skiptið.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fifteen − 11 =