,

TF8TY kom í heimsókn í Skeljanesið á fimmtudagskvöld

TF8KY og TF8TY á skólabekk

Í lok apríl s.l. var haldið amatörpróf. Að prófi loknu kom í ljós að yngsti íslenski radíóamatörinn hafði lokið prófi með sæmd og hlotið G-leyfi. Sá ungi maður, Björn Þór Hrafnkelsson var á þeim tíma aðeins 11 ára. Hann valdi sér síðar kallmerkið TF8TY.
Það er sagt að ég hafi átt hugmyndina af að verðlauna fyrir árangurinn, enda alveg sérstakt tilefni. Kom ég hugmyndinni á framfæri, og var henni vel tekið af formanni og fleirum. Niðurstaðan var sú að keypt yrði handstöð af úrvals gerð og varð fyrir valinu ICOM ID-51A PLUS 2. Stöðin er bæði VHF og UHF, með D-Star, GPS ofl. ofl.
Jón Þóroddur keypti stöðina í Friedrichshafen s.l. sumar og afhenti hana stuttu eftir heimkomu. Því er hér aðeins um formlega afhendingu að ræða, en við vonum að gripurinn hafi reynst vel og sé hvatning til frekari afreka á sviði fjarskiptatækninnar.

Gefendur eru eftirtaldir:

TF2LL Georg Magnússon
TF3AB Svanur Hjálmarsson
TF3AO Ársæll Óskarsson
TF3DX Vilhjálmur Þór Kjartansson
TF3EK Einar Kjartansson
TF3GB Bjarni Sverrisson
TF3IO Egill Ibsen Óskarsson
TF3JA Jón Þóroddur Jónsson
TF3KB Kristján Benediktsson
TF3KX Kristinn Andersen
TF3ML Ólafur B. Ólafsson
TF3NE Jóhannes Hermannsson
TF3PPN Jón Gunnar Harðarson
TF3VS Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson
TF3WX Jóhann Friðriksson
TF3WZ Ölvir Styrr Sveinsson
TF3Y Yngvi Harðarson
TF8GX Guðlaugur Kristinn Jónsson
TF8KY Sigurður Hrafnkell Sigurðsson

Óskum við Birni innilega til hamingju, njóttu vel og heyrumst í loftinu.
73 de TF3AO

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fifteen − two =