TF3JB FÆR DXCC TRIDENT VIÐURKENNINGU.
Jónas Bjarnason, TF3JB hefur fengið í hendur DXCC Trident viðurkenningu frá ARRL. Viðurkenningin var gefin út 1. október 2025.
Til að geta sótt um viðurkenninguna þarf að hafa staðfest sambönd við a.m.k. 100 DXCC einingar á morsi (CW), tali (Phone) og Digital (FTx, RTTY, PSK, o.fl.). Sambönd þurfa öll að vera staðfest á Logbook of The World (LoTW).
ARRL DXCC Trident Award er vandaður viðurkenningaplatti úr viði með ágrafinni málmplötu. Í boði eru „uppfærsluplötur“ þegar náðst hafa staðfest sambönd við 200 og 300 DXCC einingar á morsi, tali og Digital.
Nánari upplýsingar má sjá í 4. tbl. CQ TF 2025, bls. 36: https://www.ira.is/wp-content/uploads/2025/10/CQTF-2025-4.pdf
Hamingjuóskir til Jónasar.
Stjórn ÍRA.


Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!