,

TF3FK er látinn

TF3FK, Friðrik Kristjánsson lést fyrir nokkrum dögum í Reykjavík. Friðrik var virkur radíóamatör í mörg ár og hafði verið sæmdur silfurmerki ÍRA vegna félagsstarfa og einstaklega góðrar viðkynningar. Friðrik var mjög virkur og ötull við að fylgjast með amatörum á ferðalögum um landið, á tuttugu ára tímabili var alltaf hægt að treysta á sked við Friðrik hvort sem var á HF eða VHF. Friðrik var ötull við fjarskipti um gervitungl radíóamatöra og hafði komið sér upp góðum búnaði og loftnetum í Einarsnesi til þess. Friðrik fæddist í Svendborg í Danmörku og kom til Íslands með Margréti konu sinn á seint síðustu öld. Friðrik var yfirvélstjóri á togaranum Sigurði. Einn vina Friðriks, TF2LL segir svo frá um þeirra samskipti: “Ég átti mörg skemmtileg samtöl við Friðrik, blessuð sé minning hans, á 2 m beint úr Norðtungu og í Skerjafjörðinn, án endurvarpa. Heiman frá mér liggur þetta einhvernvegin opið þangað.”

TF3FK á miðri mynd í hópi vina sinna 1999

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three + 10 =