,

SSTV og ljósmyndalist

Núna fyrir stuttu hóaði Jón Þóroddur (TF3JA) í mig og bað mig að aðstoða Lucy (KD2MFV) með að senda myndir með SSTV til bandaríkjanna.

Þar sem ég er frekar grænn í radíó amatör heiminum hafði ég ekki hugmynd um hvað hann var að tala. SSTV? Ég gúglaði svolítið áður en ég mætti niður í Skeljanes og þóttist vita helling þegar þangað var komið.

Eftir að hafa rætt svolítið við Lucy kom í ljós hvað hún var að spekúlera með SSTV. Lucy er radíó amatör, ljósmyndari og listamaður. Hún var hér að taka myndir af snjó/ís. Myndirnar gerir hún svart hvítar og líta þær út eins og halastjörnur. Hennar hugsun var að senda myndirnar í gegnum SSTV og fá sama “effect” og þegar NASA sendir myndir frá tunglinu á sínum tíma.

Hér er heimasíðan hennar Lucy, http://www.lucyhelton.com/

Eftir smá æfingar með tölvuna hennar tengdum við hana við iCom 7300 stöðina og gerðum prufu sendingu. Við sendinguna notuðum við Ham Radio Deluxe. Prufu sendingin fór ekki langt. Við sendum á 0 wöttum og fór merkið heila 10 metra yfir í næsta loftnet og tókum við á móti með Yaesu stöðinni, þar notuðum við MMSSTV. Virkað flott.

Á laugardeginum var ætlunin að senda mynd til BNA. Við reyndum á 17 og 30 metrunum sem virkuðu ekki en 20 metrarnir voru hinsvegar álitlegir nema að það var keppni í gangi og allt troðið. Við ákváðum að vera ekki að trufla keppendur og ætla ég að prufa að senda henni myndina við betra tækifæri.

Hér er mynd af Jóni (TF3JA) og Lucy (KD2MFV) með einn af úrvals safngripunum okkar sem er í fullu fjöri. Jón er að sýna Lucy hvernig merkið leit út. Það sést reyndar ekki á myndinni en þarna var ægilega falleg bylgja sem við dáðumst að meðan stöðin sendi út myndina frá Lucy.

Hér er Ölvir (TF3WZ), Lucy (KD2MFV) og Jón (TF3LM) að spekulera í stöðlum sem hægt er að nota til að senda myndina. Hvaða forrit henntar best o.s.frv.

Hér er ein af myndunum sem Lucy tók. (Birt með leyfi Lucy)

Ölvir S. Sveinsson, TF3WZ

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 − three =