Um síðustu mánaðamót var liðið eitt ár frá því að Ísland varð hluti af SOTA (Summits on the air) verkefninu. Fjallað verður um það sem gerst hefur á þessum tíma í opnu húsi í Skeljanesi klukkan 20:15 n.k. fimmtudagskvöld, 21 september. Þar á meðal er:
- 17 amatörar hafa virkjað 70 af þeim 908 tindum sem skilgreindir eru í verkefninu.
- Sex af þessum 17 notuðu TF kallmerki. Þeir voru allir virkir haustið 2016 en aðeins þrír þeirra hafa skráð virkni á árinu 2017, en jafn margir amatörar hafa notað HB9 kallmerki til að virkja TF tinda það sem af er 2017.
- Af 46 tindum á SV svæði hafa 36 verið virkjaðir. Aðeins einn tindur sunnan Hvalfjarðar er eftir.
- Flestir tindar hafa verið virkjaðir með DX samböndum á 20 metra bandinu. Meirihluti þeirra sambanda voru gerð með SSB, en allmargir amatörar hafa notað CW. Nokkrir tindar hafa verið virkjaðir með FM samböndum á tveim metrum.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!