,

Skeljanes 15. febrúar 2018

Leyndardómur síunnar var leystur snarlega í gærkvöldi.

Ara, TF1A, sagðist svo frá: Þegar tíðnistilla á fjöltunnu síu sem stundum gengur undir nafninu duplexer eða stoppgegnhleypisía á íslensku er best að byrja á að stilla hverja tunnu fyrir sig. Eftir að búið er að tengja tunnurnar er sían fínstillt og síðan aftur eftir flutning.

TF1A, TF3MH

Leyndarmálið var hvaða hlutverki rörbútur með plaststöng ofarlega á hlið síunnar mundi hafa og í ljós kom að með því að draga plaststautinn inn og út breyttist tíðnibilið milli gegnhaupstíðnar og stopptíðnar. Þetta tíðnibil er venjulega 600 kHz á VHF amatörtíðnum.

Í fjögurratunnusíu eru tvær tunnur stilltar á gegnhlaup á móttökutíðni en stopp á senditíðni og öfugt á hinum tveimur. Gegnumdeyfinging reyndist vera um hálft desibel í hverri tunnu sem þýðir um desibel í hvorum armi, viðtöku og sendingu sem er mjög gott fyrir síur af þessari gerð. Samanlögð stoppdeyfing í hvorum armi reyndist vera um 66 dB sem er líka mjög gott.

Niðurstaðan var að þetta væri hágæðasía en sían kom frá endurvarpa sem Almannvarnir áttu fyrir mörgum, mörgum árum síðan á einhverju fjalli á Suðurlandi. Þá ráku Almannavarnir viðamikið viðvörunar VHF-kerfi í tíðnisviðinu 146 – 148 MHz á hættusvæðum Kötluhlaupa. Stefán Sæmundsson, TF3SE og Siggi Harðar, TF3WS sáu að mestu um uppsetningu og viðhald kerfisins og í fjarskiptamiðstöð Almannavarna voru nokkrir radíóamatörar kallaðir til ef hætta var á ferðum og á æfingar. Fjarskiptamiðstöðin var í kjallara lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu og gengu þær sögur að kjallararýmið væri kjarnorkusprengjuhelt. Haraldur Þórðarson, TF8Hp fyrrum formaður ÍRA var í forsvari fyrir miðstöðvarhóp amatöranna. Tengiliður í fjarskiptamiðstöð var Hafþór fyrrverandi yfirmaður hjá Landhelgisgæslu ríkisins. Þegar hætta var á ferðum var rýmimu lokað og innsiglað en þar var bæði nægur matarforði til vetrarsetu, svefnaðstaða og ekki skemmdi það fyrir að í starfslíði fjarskiftarýmisins voru nokkrar símastúlkur. Alla vega var það eftirsótt að vera kallaður til starfa í fjarskiftarýminu og ekki kvörtuðu menn yfir því að lokast þar inni í vetraróveðrum.

TF3HS, TF3EL, TF3JA og Þórhallur, þessi með heyrnartólin, starfsmaður Flugmálastjórnar fóru og settu upp fyrsta endurvarpa Almannavarna í Bláfjöll á miðjum áttunda áratug síðusta aldar.

 

Myndirnar hér á eftir voru teknar í Skeljanesi í gærkvöldi, 15. febrúar 2018.

FT8

TF3DC, TF1GW, TF3EK/P

TF8H

TF3T

TF3MH, TF2WIN, TF3PW, TF1A

TF3T, TF3AWS, TF3GB, TF3DT

TF3PW

FT8

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seventeen + 13 =