,

Sérleyfin á fjórum og sextíu metrum renna út.

Radíóamatörar athugið að um áramótin renna út sérleyfin á fjórum og sextíu metrum.

Eins og fram kom í tölvupósti sem við sendum á irapóstinn í gær verða þeir sem ætla að nota áfram 4 metra bandið að endurnýja sín leyfi frá næstu áramótum. Tólf íslenskir radíóamatörar hafa haft leyfi til að nota 4 metra bandið samkvæmt upplýsingum PFS.

Um áramótin rennur líka út sérleyfið fyrir sextíu metra bandið og allar líkur á að þá taki gildi ákvörðum WRC-15 frá því í fyrra:

Radíóamatörar óskuðu eftir nokkuð víðtækri heimild til tíðnibands og afls á 60 metrunum en niðurstaðan varð málamiðlun sem tekur gildi um næstu áramót að öllu óbreyttu.

Radíóamatörar fá leyfi til að nota bandið 5351,5 – 5366,5 kHz eða í allt 15 kHz og mega mest senda út 15 wött e.i.r.p. með þeirri undantekningu að í Mexíkó mega radíóamatörar senda út 20 wött og 25 wött í suður- og mið-Ameríku.

Ekki þarf að sækja sérstaklega um leyfi til að nota 60 metra bandið frá áramótum ef þetta verður niðurstaðan. Rétt er að benda á að innan alheimssamtaka radíóamatöra fer fram umræða um hvernig bandið verður best nýtt og sterkar óskir hafa komið upp um að nota bandið fyrst og fremst fyrir stafræna mjóbandshætti. Rétt er líka að benda á að radíóamatörar fá leyfið á “secondary basis” sem þýðir að radíóamatörar verða að víkja fyrir umferð af annnarri tegund og mikilvægt að tryggja að útgeislað afl fari ekki yfir 15 wött.

60mR1

Hér fyrir ofan er mynd af afriti úr tilmælum IARU R1 um hvernig radíóamatörar noti 60 m bandið. Eins og sjá má leggur IARU ríka áherslu á að radíóamatörar noti, 15 kHz bandskákina sem WRC-15 úthlutaði radíóamatörum, ekki nema ef radíóamatörar í viðkomandi landi hafa ekki leyfi fyrir víðara bandi á 60 metrum eins og við hér á landi höfum haft undanfarin ár leyfi fyrir tíðnisviðinu 5260 til 5410 kHz.

Óskir um að halda áður útgefnum leyfum á 60 metrum hafa komið fram hjá amatörum í öðrum löndum og við munum fylgjast með hver þróunin verður hjá okkar nágrönnum.

PFS 4 metrar

f.h. stjórnar

73 de TF3JA

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × 5 =