,

Samuel F. B. Morse lést 2. apríl 1872

Samuel F.B. Morse, höfundur Morse-stafrófsins fæddist í Charlestown, Massachusetts 27. apríl 1791. Morse var listamaður, einn af þekktari andlitsmyndamálurum Norður-Ameríku á nítjándu öld, uppfinningamaður og maður framkvæmda eins og lesa má í æviágripi hans.

Morse kynnti þegar á árinu 1938 hugmynd um notkun rafmagns/rafsegulmagns til flutnings á skilaboðum.


Samuel F. B. Morse, sjálfsmynd

Hér fer á eftir grein úr Fálkanum frá árinu 1947:

Hver fann upp ritsímann?

Á útlendu máli heitir hann telegraf, sem þýðir firðritari. Hefir þetta orð verið notað um tæki til fréttaflutnings, þó að þau hafi eigi notað rafmagnsstrauminn. Í fornöld notuðu menn elda, til þess að kom boðum til almennings, og svo virðist sem Grikkir hafi gert sér einskonar stafróf, með því að raða logandi kyndlum á ýmsa vegu. Þegar stjórnarbyltingin mikla geysaði í Frakklandi bjuggu Chappe-bræður til hinn svonefnda semafor, tré grind með hreyfanlegum örmum, sem hægt var að setja í ýmsar stellingar, er hver um sig táknaði ákveðinn bókstaf eða merki. Þetta tæki var mikið notað í Frakklandi um skeið. Þannig voru settar upp 22 semaforgrindur milli Parísar og Lille, þannig að ávallt sæist milli þriggja, og skeytin send stöð frá stöð. Árið 1844 voru 534 svona stöðvar í Frakklandi. – En það sem nú er kallaður ritsími, og byggist á uppgötvun H. C. Örsteds, á tilveru sína að þakka Ameríkumanninum Samuel Morse (f. 1791, d. 1872). Hann var eiginlega listmálari, en dvaldist um hríð í Evrópu og fór þá að kynna sér rafsegulmagnið og og gerði tilraunir með það. Á heimleiðinni til Ameríku datt honum í hug að hægt væri að nota rafsegulmagnið til fréttaflutnings, og fór hann nú að gera teikningar að svona tæki, og sýndi þær skipstjóranum og ýmsum farþegum. Síðar hélt einn af þessum farþegum, Jackson prófessor frá Boston, því fram að hann hefði átt hugmyndina að þessu tæki, og sagt Morse frá henni á leiðiuni vestur, og Morse svo stolið hugmyndinni. Í sömu ferðinni hugkvæmdist Morse lika Morse-stafrófið, sem enn er notað við símritun og við ljós- og hljóðmerkjasendingar. Með símlyklinum var hægt að senda punkta og strik, úr þessum einföldu merkjum tveimur var svo búið til heilt stafróf. Morse varð lengi að berjast við fátækt og skop almennings áður en hugsjónir hans komust í framkvæmd. Hann leitaði til þingsins um styrk til þess að leggja ritsímalínu, og loks samþykkti þingdeildin þetta, og sendi til öldungadeildarinnar. Samþykkti hún fjárveitingu 3. mars 1843, á siðasta samkomudegi þingsins í það skipti. Fyrsta símalínan var lögð milli Washington og Baltimore og 24. maí 1844 var fyrsta símskeytið sent milli þessara staða. Með þessum atburði varð ritsiminn staðreynd og breiddist nú óðum út. Þrátt fyrir miklar árásir og öfund fékk Morse mikinn heiður af uppgötvun sinni. Í New York var reist standmynd af honum, að honum lifandi. Hann dó 2. apríl 1872.

Styttan er í Central Park í New York.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 + seven =