,

Reglugerð og kallmerki á fimmtudagskvöld í Skeljanesi

Einar Kjartansson, TF3EK, ætlar að fara yfir þá reglugerð sem við radíóamatörar störfum eftir á opnu húsi í Skeljanesi núna á fimmtudagskvöld kl 20 til 22 og fjalla sérstaklega um breytinguna sem varð á reglugerðinni og tók gildi í vikunni.

Eins og fram kemur í reglugerðinni þá biður Póst- og fjarskiptastofnun ÍRA um umsögn um allar leyfisveitingar og þar með talið öll kallmerki sem veitt er leyfi fyrir. Einar ætlar að kynna drög að tillögu um verklag við umsagnir ÍRA við beiðnum  um eins, tveggja og þriggja stafa viðskeyti.

3. gr.
Leyfi radíóáhugamanna.
Póst- og fjarskiptastofnun gefur út leyfi radíóáhugamanna að fengnum umsóknum. Stofnunin skal leita umsagnar félagsins Íslenskir radíóamatörar áður en leyfi er gefið út. Íslenskir ríkisborgarar geta sótt um leyfi radíóáhugamanna og sömuleiðis erlendir ríkisborgarar sem dvelja hér á landi langdvölum. Erlendir ríkisborgarar geta einnig sótt um leyfi samkvæmt 9. gr., þegar við á. Leyfi radíóáhugamanna skulu aðgreind í G- og N-leyfi. Áður en leyfi er gefið út skal umsækjandi standast próf sem staðfestir hæfni hans til að starfa sem radíóáhugamaður á sviði þráðlausra fjarskipta og rafeindatækni. Póst- og fjarskiptastofnun er heimilt að taka gilt sem prófvottorð fyrir G-leyfi skírteini loftskeytamanns.

fh stjórnar ÍRA, 73 de TF3JA

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × three =