,

Radíóamatör gerir tilraun til að fljúga yfir Atlanshafið hangandi neðan í blöðruklasa

Radíóamatörinn Jonathan TrappeKJ4GQV, frá Raleigh í Norður-Karólína er að reyna að fljúga yfir Atlantshafið hangandi neðan í blöðruklasaHann fór í loftið í gær 12. september klukkan 1200 UTC frá Caribou í ríkinu Maine. Trappe sendir frá sér með reglulegu millibili APRS-staðsetningarskeyti á 14,0956 MHz og 144,390 MHz. Síðustu fréttir herma að hann hafi óvænt lent á Nýfundnalandi og ætli að hafast þar við í nótt.

Merkjasendingin á 14,0956 MHz er rétt fyrir ofan WSPR tíðnina, nálægt  1.880 Hz á skjáfossinum. Sendingin er 110 baud ASCII RTTY (8N1) á kallmerkinu NGØX. Merkjasendingarnar eru á 10 mínútna fresti á hverjum heilum tíma og síðan 10, 20, 30, 40 og, 50 mínútur yfir hvern heilan tímaAPRS sendingin á 144,390MHz verður í gangi meðan blöðruklasinn er enn nálægt Bandaríkjunum og Kanada og er með kallmerki TrappeKJ4GQV.

 Trappe fyllti blöðruklasann með helíum 11. september og beið eftir að stormur sem herjaði á norðurhluta Maine gengi yfir.
“Tveggja ára undirbúningsvinna liggur að baki þessu flugi” segir Trappe á vefsíðu sinn.

Meiri upplýsingar eru á heima- og Facebook-síðum Trappe.

http://amsat-uk.org/2013/09/12/14-mhz-beacon-on-radio-hams-trans-atlantic-balloon-flight/

https://www.facebook.com/jonathan.r.trappe.1

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fifteen + 10 =