PRÓF TIL LEYFIS RADÍÓAMATÖRA LAUGARDAGINN 1. NÓVEMBER.

Próf fyrir leyfi radíóamatöra fara fram laugardaginn 1. nóvember 2025 í Háskólanum í Reykjavík, kennslustofu M106. Væntanlegir þátttakendur skrái sig í próf ekki síðar en við lok miðvikudags 29. október, með því að senda tölvupóst með fullu nafni og símanúmeri á netfang landsfélags radíóamatöra ÍRA, ira@ira.is eða hafi samband við félagið með öðrum hætti.
Ef sérúrræða er óskað við próftökuna má koma því á framfæri við ÍRA með sama hætti og verður metið hvort unnt sé að verða við því. Skipulag prófdagsins er sem hér segir:
Kl. 10-12 Skriflegt próf í raffræði og radíótækni.
Kl. 13-14 Skriflegt próf í reglum og viðskiptum.
Niðurstöður liggja væntanlega fyrir um eða fyrir kl. 15 og farið verður yfir úrlausnir með próftökum.
Við prófin eru einungis skriffæri, reglustikur og einfaldir vasareiknar leyfðir sem hjálpargögn.
Prófin fara fram á vegum Fjarskiptastofu, með aðstoð ÍRA. Upplýsingar um prófin má finna á vefsíðu félagsins, www.ira.is og fyrirspurnir má senda á netfangið ira@ira.is
Kristinn Andersen, TF3KX
formaður Prófnefndar ÍRA


Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!