,

Páskaleikar íslenskra radíóamatöra – kynning 24. mars í Skeljanesi kl. 14:00.

ATH: Þetta er breyttur tími m.v. áður auglýst.  Nýr tími kl. 14:00 laugardag 24. mars.
Hvetjum Kringlukráar fundinn til að færa sig í þetta skipti í Skeljanes.
Hópur radíóamatöra sem hittist á hverjum laugardagseftirmiðdegi á Kringlukránni ákvað í dag að efna til páskaleika meðal radíóamatöra.
Í páskaleikunum verða 5 bönd undir,
80m, 6m, 2m, 4m, 70cm og 23cm og má nota hvaða mótun sem er.
Bara eitt QSO milli sömu stöðva er talið í hverjum sex klukkutíma glugga á hverju bandi alla páskana 31. mars og 1. apríl, páskadag.
Munið þetta er radíóleikur til að fá menn í loftið og til að hafa gaman af.  Aðal atriðið er ekki keppnin þó við teljum stig til að gera þetta enn skemmtilegra.  Markmiðið er að ná mönnum í loftið, að menn tali í talstöðina en ekki bara hlusti.  Við hvetjum nýja amatöra sérstaklega til að taka þátt.  Við höldum uppi gagnvirkri leikjasíðu sem við skráum samböndin á.  Síðan er í vinnslu en verður hér (smella hér) þar sem má sjá meiri upplýsingar.
Páskaegg ofl. í verðlaun fyrir fyrstu sætin.

Mynd TF3ARI í dag 10. mars 2018 á Keflavíkurflugvelli.

 .. minna ekki kúlurnar á páskaegg?
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

16 − 15 =