Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 27. október. Á dagskrá var 5. erindið á fræðsludagskrá félagsins haustið 2025 sem var í umsjá Jóns Atla Magnússonar, TF2AC og nefndist: „Allt um DMR (Digital Mobile Radio)“.
Jón Atli fjallaði um nýju fjarskiptatæknina sem kölluð er DMR, Digital Mobile Radio. Hann er nýr leyfishafi sem fékk sitt leyfi fyrir ári og hélt sitt fyrsta erindi fyrir ÍRA fyrir stuttu síðan, erindið fjallaði um þátttöku hans sem nýliða í starfi ÍRA. Sérstaklega var áhugavert að heyra um afbragðs árangur hans í radíóleikum ÍRA í sumar.
DMR er stafrænn fjarskiptaháttur sem opnar nýjar víddir hjá amatörum. Nota má tiltölulega ódýrar handstöðvar, eða bílstöðvar til að hafa samband sín á milli í gegnum endurvarpa. Samskiptin eru truflanalaus. DMR endurvarparnir eru samtengdir gegnum netið. Því má fara inn um einn endurvarpa og úr á öðrum. Samskipti eru í „kallhópum“ og þeir heyra ekki endilega hver í öðrum þótt keyrt sé á sömu tíðnum. DMR kerfi finnast um allan heim og það er auðvelt að tala „út og suður“, þannig séð, eða eins og áhugi er.
Hér innanlands opnast ýmsar nýjar leiðir fyrir radíóamatöra, bæði með sambandi beint á endurvarpa eða nota nettengidós og fara á henni inn á endurvarpa og senda þannig út merki og vera í sambandi. Að öðru leiti er radíótæknin sú sama og áður, þ.e. að loftnet þurfa að vera stillt á tíðni, og það þarf að gæta að standbylgju og töpum í köplum. Það má segja að DMR opni nýjar víddir fyrir amatöra án þess að rýra þau kerfi sem fyrir eru. Jón Atli hefur náð afbragðs árangri í DMR tækninni, sýndi handstöð sína og talaði í gegnum DMR endurvarpa ÍRA sem er á 70cm bandinu.
Gerður var góður rómur að erindi Jóns Atla sem fékk fjölda fyrirspurna.
Á eftir erindinu söfnuðust fundarmenn í spjall og „spekúlasjónir“ um hin ýmsu áhugamál amatöra. Kaffiveitingar voru með ágætum sem ætíð.
Sérstakar þakkir til Jóns Atla Magnússonar, TF2AC fyrir áhugavert erindi og vel flutt. Ennfremur þakkir til Björns Bjarnasonar, TF3OSO fyrir ljósmyndir og Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID fyrir að annast kaffiveitingar.
Það var vel mætt í Skeljanes þetta fimmtudagskvöld, alls um 35 manns, félagsmenn og gestir. Erlendir gestir félagsins voru þau Chris Waldrup, KD4PBJ og XYL, sem eru búsett í Tennessee í Bandaríkjunum.
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mun standa fyrir „Dótadegi Ara“ í Skeljanesi laugardaginn 29. nóvember. Félagsaðstaðan verður opin frá kl. 13 til 16. Þetta verður 5. dótadagur haustsins.
Vegna aukins áhuga á handstöðvum að undanförnu, er hugmyndin að mæla sendihlutann í VHF/UHF handstöðvum félagsmanna, þ.á.m. yfirsveiflur og sendiafl. Ennfremur verða loftnetin sem þeim fylgja prófuð. Mælitæki á staðnum, verða m.a. tíðnirófssjá (e. spectrum analyzer), loftnetssjá (e. Antenna analyzer), gerviálag (e. dummy load) o.fl.
Ath. að stöðin þarf að vera útbúin með tengi „male“ eða „female“ (sem einnig á við um loftnetið) í samræmi við það sem sýnt er á meðfylgjandi myndum og vera fullhlaðin. Verði tími aflögu, verður talað sýnt hvernig stilla á stöðvarnar til að þær geti opnað og sent í gegnum UHF endurvarpann TF3RVK sem settur var upp nýlega á Perluna í Öskjuhlíð í Reykjavík.
Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID sér um að laga kaffi og taka fram meðlæti. Félagsmenn eru hvattir til að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara.
Fyrstu nýju leyfishafarnir sem náðu prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis þann 1. þ.m. heyrðust í loftinu í gærkvöldi (25. nóvember).
Eftirfarandi voru a.m.k. QRV á VHF (á 145.500 MHz) í gærkvöldi: TF1KFP, TF3SH og TF8YA. Menn voru einnig að prófa nýja UHF endurvarpann sem er staðsettur í Perlunni í Öskjuhlíð í Reykjavík.
Vonandi koma sem flestir þeirra sem náðu prófinu (og sótt hafa um kallmerki) fljótlega í loftið, en alls er um að ræða 19 manns.
Haminguóskir með ný kallmerki og velkomnir í loftið!
Stjórn ÍRA.
Mynd úr prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis í Háskólanum í Reykjavík 1.11.2025. Ljósmynd: TF3JON.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-11-26 13:03:162025-11-26 13:05:21NÝ KALLMERKI ERU KOMIN Í LOFTIÐ.
Nýr UHF endurvarpi, TF3RVK var gangsettur þann 24. nóvember 2025 kl. 17:00. QTH er Perlan í Öskjuhlíð í Reykjavík. Eigandi og ábyrgðarmaður er Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A.
QRG er 439.900 MHz (TX) og 432. 900 MHz (RX). 7 MHz eru á milli sendingar og viðtöku. Um er að ræða Icom endurvarpa af gerðinni UR-FR6000. Sendiafl er 25W. Aðgangstónn í sendingu er 88,5 Hz. Notað er ¼ λ loftnet og er tækið stillt á „Wide FM“. Kallmerki endurvarpans [TF3RVK] er sent út á morsi einu sinni á klukkustund.
Það voru þeir Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ sem settu upp og gengu frá nýja endurvarpanum. Sérstakar þakkir til þeirra félaga fyrir þetta frábæra framtak.
Fræðsludagskrá ÍRA heldur áfram fimmtudaginn 27. nóvember í félagsaðstöðunni í Skeljanesi.
Í boði verður erindi Jóns Atla Magnússonar, TF2AC „Allt um DMR (Digital Mobile Radio)”. Húsið opnar kl. 20:00 og Jón Atli byrjar stundvíslega kl. 20:30.
QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi og tekur fram meðlæti.
félagsmönnum bent á að láta erindið ekki framhjá sér fara, en DMR endurvarpi (TF3DMR) var settur upp í Skeljanesi 28. ágúst s.l. Nýir leyfishafar eru sérstaklega boðnir velkomnir.
Stærsta alþjóðlega keppni ársins 2025 á morsi, CQ World Wide DX CW keppnin fer fram helgina 29.-30. nóvember.
Þetta er 2 sólarhringa keppni; 48 klst. og engin tímatakmörk og í boði eru yfir 60 mismunandi keppnisflokkar.
Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og hægt er við aðra radíóamatöra um allan heim – í eins mörgum löndum (DXCC einingum) og á eins mörgum CQ svæðum og frekast er unnt. Keppt er á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 Mhz.
Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til þátttöku og að skila inn radíódagbókum að henni lokinni. Alls var skilað inn keppnisgögnum fyrir 9 TF kallmerki í fyrra (2024).
Stefnt er að því að virkja félagsstöðina, TF3W í keppninni og eru áhugasamir beðnir um að hafa samband á ira@ira.is
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 20. nóvember.
Rætt var m.a. um skilyrðin á HF, sem hafa verið mjög góð að undanförnu. Fram kom, að menn hafa verið að bæta við nýjum DXCC einingum á böndunum. Þá er áhugi er fyrir þátttöku í stærstu morskeppni ársins, CQ World Wide DX CW keppninni sem fram fer helgina 29.-30. nóvember n.k. Góðar líkur eru til að félagsstöðin TF3W verði virkjuð í keppninni og er vonast er til að skilyrði verði hagstæð.
Jón Atli Magnússon, TF2AC afhenti Baofeng UV-5R mini VHF/UHF handstöðvarnar sem Hrafnkell Eiríksson, TF3HR annaðist hópinnkaup á fyrir nýja leyfishafa. Stöðvarnar fengust við góðu verði (Eur 25) og eru með 2/5W sendiafl á FM; með litaskjá, „Bluetooth“ o.fl. Þá mætti Wilhelm Sigurðsson, TF3AWS með ný kínversk mælitæki og sýndi viðstöddum.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins raðaði innkomnum kortum, en töluvert hefur nýlega borist af kortum frá QSL stofum hinna ýmsu landsfélaga.
Þakkir til Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID fyrir að laga frábært kaffi og taka til meðlæti sem og til þeirra Einars Sandoz, TF3ES og Kristján Benediktssonar, TF3KB fyrir ljósmyndir.
Alls mættu 20 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.
Límmiðar með félagsmerkinu eru aftur fáanlegir. Stærð er 11,5cm á hæð og 6,5cm á beidd. Hvorttveggja eru fáanleg merki til límingar innaná (t.d. á bílglugga) og til límingar utaná.
Samkvæmt ákvörðun stjórnar verða límmiðarnir afhentir frítt tveir saman (þ.e. einn af hvorri tegund) á opnunarkvöldum í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi.
Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis var haldið Í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 1. nóvember 2025.
Alls hafa 16 af þeim 19 sem stóðust prófið þegar sótt um og fengið úthlutað kallmerki hjá Fjarskiptastofu þann 18. nóvember 2025, samkvæmt neðangreindum lista:
Ástvaldur Hjartarson, Reykjavík, TF3ASH. Bjarni Freyr Þórðarson, Hafnarfjörður, TF4IR. Björn Bjarnason, Hafnarfjörður, TF3OSO. Gísli Freyr Þórðarson, Reykjavík, TF1TF. Guðmundur Freyr Hallgrímsson, Akranes, TF2EE. Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson, Hafnarfjörður, TF4RT. Hákon Víðir Haraldsson, Hafnarfjörður, TF1HV. Hermann Karl Björnsson, Hafnarfjörður, TF3HKB. Kristinn Fannar Pálsson, Reykjavík, TF1KFP. Markus Johannes Pluta, Reykjavík, TF3MJP. Ólafur Jón Throddsen, Reykjavík, TF3KEX. Páll Axel Sigurðsson, Reykjavík, TF3PAS. Sigurjón Ingi Sölvason, Reykjanesbær, TF8YA. Sveinbjörn Halldórsson, Reykjavík, TF1SH. Valgeir Rúnarsson, Garðabæ, TF1VR. Ævar Gunnar Ævarsson, Seltjarnarnes, TF1WLF.
Nýir leyfishafar eru boðnir velkomnir í loftið!
Nýir leyfishafar eru beðnir um að hafa í huga að ekki er heimilt að fara í loftið fyrr heldur en formleg heimild hefur borist frá Fjarskiptastofu.
Fyrirhugað er að ÍRA verði með sérstaka móttöku og dagskrá fyrir hópinn í félagsaðstöðunni í Skeljanesi eftir að úthlutun kallmerkja [til allra] er lokið.
Stjórn ÍRA.
Myndin er af þátttakendum í prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis í Háskólanum í Reykjavík 1. nóvember 2025. Ljósmynd: Jón Svavarsson, TF3JON.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-11-18 10:02:552025-11-19 19:00:26ALLS ERU KOMIN 16 NÝ KALLMERKI.
NRAU er sameiginlegur vettvangur landsfélaga radíóamatöra á Norðurlöndunum. Aðildarfélög eru: Experimenterende Danske Radioamatører, EDR (Danmörku), Føroyskir Radio-amatørar FRA (Færeyjum), Íslenskir radíóamatörar ÍRA (Íslandi), Norsk Radio Relæ Liga NRRL (Noregi), Suomen Radioamatööriliitto SRAL (Finnlandi) og Föreningen Sveriges Sändareamatörer, SSA (Svíþjóð).
Samtökin voru stofnuð árið 1935 af Norðurlandafélögunum fjórum, EDR, NRRL, SRAL og SSA. ÍRA og FRA gerðust aðilar síðar, þ.e. eftir að ÍRA var stofnað 1946 og eftir að FRA var stofnað 1965.
Í tilefni 90 ára afmælis NRAU mun EDR (danska félagið) virkja kallmerkið OZ90NRAU frá kl. 00:00 1. desember til kl. 23:59 þann 7. desember. Vefslóð: https://www.qrz.com/db/OZ90NRAU
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 20. nóvember á milli kl. 20 og 22.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin liggja frammi.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri TF-ÍRA Bureau verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID annast kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
Mynd úr fundarsal í félagsaðstöðu ÍRA við Skeljanes. Ljósmynd: TF3JB.
APRS stöð félagsins, TF3IRA-1 varð QRV á ný í hádeginu í dag (15. nóvember) en hún hafði verið úti um 2 vikna skeið vegna bilaðs loftnets, auk þess sem vatn hafði komist í fæðilínuna.
Georg Kulp, TF3GZ gerði góða ferð í Skeljanes í morgun, 15. nóvember og setti upp Diamond SX-200N lofnetið á nýjum stað, sbr. ljósmynd. Núverandi staðsetning er mun hærri frá jörðu en sú fyrri, auk þess sem ný fæðilína er aðeins um 5 metrar í stað 30 metra áður.
Sérstakar þakkir til Georgs Kulp, TF3GZ fyrir að taka loftnetið niður, gera við það og setja aftur upp á betri stað.
VEL HEPPNAÐ ERINDI TF2AC Í SKELJANESI.
Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 27. október. Á dagskrá var 5. erindið á fræðsludagskrá félagsins haustið 2025 sem var í umsjá Jóns Atla Magnússonar, TF2AC og nefndist: „Allt um DMR (Digital Mobile Radio)“.
Jón Atli fjallaði um nýju fjarskiptatæknina sem kölluð er DMR, Digital Mobile Radio. Hann er nýr leyfishafi sem fékk sitt leyfi fyrir ári og hélt sitt fyrsta erindi fyrir ÍRA fyrir stuttu síðan, erindið fjallaði um þátttöku hans sem nýliða í starfi ÍRA. Sérstaklega var áhugavert að heyra um afbragðs árangur hans í radíóleikum ÍRA í sumar.
DMR er stafrænn fjarskiptaháttur sem opnar nýjar víddir hjá amatörum. Nota má tiltölulega ódýrar handstöðvar, eða bílstöðvar til að hafa samband sín á milli í gegnum endurvarpa. Samskiptin eru truflanalaus. DMR endurvarparnir eru samtengdir gegnum netið. Því má fara inn um einn endurvarpa og úr á öðrum. Samskipti eru í „kallhópum“ og þeir heyra ekki endilega hver í öðrum þótt keyrt sé á sömu tíðnum. DMR kerfi finnast um allan heim og það er auðvelt að tala „út og suður“, þannig séð, eða eins og áhugi er.
Hér innanlands opnast ýmsar nýjar leiðir fyrir radíóamatöra, bæði með sambandi beint á endurvarpa eða nota nettengidós og fara á henni inn á endurvarpa og senda þannig út merki og vera í sambandi. Að öðru leiti er radíótæknin sú sama og áður, þ.e. að loftnet þurfa að vera stillt á tíðni, og það þarf að gæta að standbylgju og töpum í köplum. Það má segja að DMR opni nýjar víddir fyrir amatöra án þess að rýra þau kerfi sem fyrir eru. Jón Atli hefur náð afbragðs árangri í DMR tækninni, sýndi handstöð sína og talaði í gegnum DMR endurvarpa ÍRA sem er á 70cm bandinu.
Gerður var góður rómur að erindi Jóns Atla sem fékk fjölda fyrirspurna.
Á eftir erindinu söfnuðust fundarmenn í spjall og „spekúlasjónir“ um hin ýmsu áhugamál amatöra. Kaffiveitingar voru með ágætum sem ætíð.
Sérstakar þakkir til Jóns Atla Magnússonar, TF2AC fyrir áhugavert erindi og vel flutt. Ennfremur þakkir til Björns Bjarnasonar, TF3OSO fyrir ljósmyndir og Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID fyrir að annast kaffiveitingar.
Það var vel mætt í Skeljanes þetta fimmtudagskvöld, alls um 35 manns, félagsmenn og gestir. Erlendir gestir félagsins voru þau Chris Waldrup, KD4PBJ og XYL, sem eru búsett í Tennessee í Bandaríkjunum.
Stjórn ÍRA.
Upptaka var gerð af erindi TF2AC. Sjá vefslóðina: https://youtu.be/zFvnsjecf7M
(Texti: Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA).
TF1A Í SKELJANESI LAUGARDAG 29. NÓVEMBER.
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mun standa fyrir „Dótadegi Ara“ í Skeljanesi laugardaginn 29. nóvember. Félagsaðstaðan verður opin frá kl. 13 til 16. Þetta verður 5. dótadagur haustsins.
Vegna aukins áhuga á handstöðvum að undanförnu, er hugmyndin að mæla sendihlutann í VHF/UHF handstöðvum félagsmanna, þ.á.m. yfirsveiflur og sendiafl. Ennfremur verða loftnetin sem þeim fylgja prófuð. Mælitæki á staðnum, verða m.a. tíðnirófssjá (e. spectrum analyzer), loftnetssjá (e. Antenna analyzer), gerviálag (e. dummy load) o.fl.
Ath. að stöðin þarf að vera útbúin með tengi „male“ eða „female“ (sem einnig á við um loftnetið) í samræmi við það sem sýnt er á meðfylgjandi myndum og vera fullhlaðin. Verði tími aflögu, verður talað sýnt hvernig stilla á stöðvarnar til að þær geti opnað og sent í gegnum UHF endurvarpann TF3RVK sem settur var upp nýlega á Perluna í Öskjuhlíð í Reykjavík.
Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID sér um að laga kaffi og taka fram meðlæti. Félagsmenn eru hvattir til að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara.
Stjórn ÍRA.
NÝ KALLMERKI ERU KOMIN Í LOFTIÐ.
Fyrstu nýju leyfishafarnir sem náðu prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis þann 1. þ.m. heyrðust í loftinu í gærkvöldi (25. nóvember).
Eftirfarandi voru a.m.k. QRV á VHF (á 145.500 MHz) í gærkvöldi: TF1KFP, TF3SH og TF8YA. Menn voru einnig að prófa nýja UHF endurvarpann sem er staðsettur í Perlunni í Öskjuhlíð í Reykjavík.
Vonandi koma sem flestir þeirra sem náðu prófinu (og sótt hafa um kallmerki) fljótlega í loftið, en alls er um að ræða 19 manns.
Haminguóskir með ný kallmerki og velkomnir í loftið!
Stjórn ÍRA.
NÝR UHF ENDURVARPI – TF3RVK – QRV.
Nýr UHF endurvarpi, TF3RVK var gangsettur þann 24. nóvember 2025 kl. 17:00. QTH er Perlan í Öskjuhlíð í Reykjavík. Eigandi og ábyrgðarmaður er Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A.
QRG er 439.900 MHz (TX) og 432. 900 MHz (RX). 7 MHz eru á milli sendingar og viðtöku. Um er að ræða Icom endurvarpa af gerðinni UR-FR6000. Sendiafl er 25W. Aðgangstónn í sendingu er 88,5 Hz. Notað er ¼ λ loftnet og er tækið stillt á „Wide FM“. Kallmerki endurvarpans [TF3RVK] er sent út á morsi einu sinni á klukkustund.
Það voru þeir Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ sem settu upp og gengu frá nýja endurvarpanum. Sérstakar þakkir til þeirra félaga fyrir þetta frábæra framtak.
Stjórn ÍRA.
ERINDI TF2AC Í SKELJANESI 27. NÓVEMBER.
Fræðsludagskrá ÍRA heldur áfram fimmtudaginn 27. nóvember í félagsaðstöðunni í Skeljanesi.
Í boði verður erindi Jóns Atla Magnússonar, TF2AC „Allt um DMR (Digital Mobile Radio)”. Húsið opnar kl. 20:00 og Jón Atli byrjar stundvíslega kl. 20:30.
QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi og tekur fram meðlæti.
félagsmönnum bent á að láta erindið ekki framhjá sér fara, en DMR endurvarpi (TF3DMR) var settur upp í Skeljanesi 28. ágúst s.l. Nýir leyfishafar eru sérstaklega boðnir velkomnir.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
CQ WW DX CW KEPPNIN 2025.
Stærsta alþjóðlega keppni ársins 2025 á morsi, CQ World Wide DX CW keppnin fer fram helgina 29.-30. nóvember.
Þetta er 2 sólarhringa keppni; 48 klst. og engin tímatakmörk og í boði eru yfir 60 mismunandi keppnisflokkar.
Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og hægt er við aðra radíóamatöra um allan heim – í eins mörgum löndum (DXCC einingum) og á eins mörgum CQ svæðum og frekast er unnt. Keppt er á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 Mhz.
Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til þátttöku og að skila inn radíódagbókum að henni lokinni. Alls var skilað inn keppnisgögnum fyrir 9 TF kallmerki í fyrra (2024).
Stefnt er að því að virkja félagsstöðina, TF3W í keppninni og eru áhugasamir beðnir um að hafa samband á ira@ira.is
Með ósk um gott gengi!
Stjórn ÍRA.
Heimasíða keppninnar: https://cqww.com/
Keppnisreglur: https://cqww.com/rules.htm
.
OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 20. NÓVEMBER.
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 20. nóvember.
Rætt var m.a. um skilyrðin á HF, sem hafa verið mjög góð að undanförnu. Fram kom, að menn hafa verið að bæta við nýjum DXCC einingum á böndunum. Þá er áhugi er fyrir þátttöku í stærstu morskeppni ársins, CQ World Wide DX CW keppninni sem fram fer helgina 29.-30. nóvember n.k. Góðar líkur eru til að félagsstöðin TF3W verði virkjuð í keppninni og er vonast er til að skilyrði verði hagstæð.
Jón Atli Magnússon, TF2AC afhenti Baofeng UV-5R mini VHF/UHF handstöðvarnar sem Hrafnkell Eiríksson, TF3HR annaðist hópinnkaup á fyrir nýja leyfishafa. Stöðvarnar fengust við góðu verði (Eur 25) og eru með 2/5W sendiafl á FM; með litaskjá, „Bluetooth“ o.fl. Þá mætti Wilhelm Sigurðsson, TF3AWS með ný kínversk mælitæki og sýndi viðstöddum.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins raðaði innkomnum kortum, en töluvert hefur nýlega borist af kortum frá QSL stofum hinna ýmsu landsfélaga.
Þakkir til Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID fyrir að laga frábært kaffi og taka til meðlæti sem og til þeirra Einars Sandoz, TF3ES og Kristján Benediktssonar, TF3KB fyrir ljósmyndir.
Alls mættu 20 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
.
FÉLAGSMERKI ÍRA ERU KOMIN AFTUR.
Límmiðar með félagsmerkinu eru aftur fáanlegir. Stærð er 11,5cm á hæð og 6,5cm á beidd. Hvorttveggja eru fáanleg merki til límingar innaná (t.d. á bílglugga) og til límingar utaná.
Samkvæmt ákvörðun stjórnar verða límmiðarnir afhentir frítt tveir saman (þ.e. einn af hvorri tegund) á opnunarkvöldum í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi.
Stjórn ÍRA.
ALLS ERU KOMIN 16 NÝ KALLMERKI.
Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis var haldið Í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 1. nóvember 2025.
Alls hafa 16 af þeim 19 sem stóðust prófið þegar sótt um og fengið úthlutað kallmerki hjá Fjarskiptastofu þann 18. nóvember 2025, samkvæmt neðangreindum lista:
Ástvaldur Hjartarson, Reykjavík, TF3ASH.
Bjarni Freyr Þórðarson, Hafnarfjörður, TF4IR.
Björn Bjarnason, Hafnarfjörður, TF3OSO.
Gísli Freyr Þórðarson, Reykjavík, TF1TF.
Guðmundur Freyr Hallgrímsson, Akranes, TF2EE.
Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson, Hafnarfjörður, TF4RT.
Hákon Víðir Haraldsson, Hafnarfjörður, TF1HV.
Hermann Karl Björnsson, Hafnarfjörður, TF3HKB.
Kristinn Fannar Pálsson, Reykjavík, TF1KFP.
Markus Johannes Pluta, Reykjavík, TF3MJP.
Ólafur Jón Throddsen, Reykjavík, TF3KEX.
Páll Axel Sigurðsson, Reykjavík, TF3PAS.
Sigurjón Ingi Sölvason, Reykjanesbær, TF8YA.
Sveinbjörn Halldórsson, Reykjavík, TF1SH.
Valgeir Rúnarsson, Garðabæ, TF1VR.
Ævar Gunnar Ævarsson, Seltjarnarnes, TF1WLF.
Nýir leyfishafar eru boðnir velkomnir í loftið!
Nýir leyfishafar eru beðnir um að hafa í huga að ekki er heimilt að fara í loftið fyrr heldur en formleg heimild hefur borist frá Fjarskiptastofu.
Fyrirhugað er að ÍRA verði með sérstaka móttöku og dagskrá fyrir hópinn í félagsaðstöðunni í Skeljanesi eftir að úthlutun kallmerkja [til allra] er lokið.
Stjórn ÍRA.
90 ÁRA AFMÆLI NRAU.
NRAU er sameiginlegur vettvangur landsfélaga radíóamatöra á Norðurlöndunum. Aðildarfélög eru: Experimenterende Danske Radioamatører, EDR (Danmörku), Føroyskir Radio-amatørar FRA (Færeyjum), Íslenskir radíóamatörar ÍRA (Íslandi), Norsk Radio Relæ Liga NRRL (Noregi), Suomen Radioamatööriliitto SRAL (Finnlandi) og Föreningen Sveriges Sändareamatörer, SSA (Svíþjóð).
Samtökin voru stofnuð árið 1935 af Norðurlandafélögunum fjórum, EDR, NRRL, SRAL og SSA. ÍRA og FRA gerðust aðilar síðar, þ.e. eftir að ÍRA var stofnað 1946 og eftir að FRA var stofnað 1965.
Í tilefni 90 ára afmælis NRAU mun EDR (danska félagið) virkja kallmerkið OZ90NRAU frá kl. 00:00 1. desember til kl. 23:59 þann 7. desember. Vefslóð: https://www.qrz.com/db/OZ90NRAU
OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 20. NÓVEMBER.
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 20. nóvember á milli kl. 20 og 22.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin liggja frammi.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri TF-ÍRA Bureau verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID annast kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
APRS STÖÐ ÍRA QRV Á NÝ.
APRS stöð félagsins, TF3IRA-1 varð QRV á ný í hádeginu í dag (15. nóvember) en hún hafði verið úti um 2 vikna skeið vegna bilaðs loftnets, auk þess sem vatn hafði komist í fæðilínuna.
Georg Kulp, TF3GZ gerði góða ferð í Skeljanes í morgun, 15. nóvember og setti upp Diamond SX-200N lofnetið á nýjum stað, sbr. ljósmynd. Núverandi staðsetning er mun hærri frá jörðu en sú fyrri, auk þess sem ný fæðilína er aðeins um 5 metrar í stað 30 metra áður.
Sérstakar þakkir til Georgs Kulp, TF3GZ fyrir að taka loftnetið niður, gera við það og setja aftur upp á betri stað.
Stjórn ÍRA.