,

Opið hús í kvöld í Skeljanesi 20 – 22

Opið verður í kvöld í Skeljanesi 20 – 22 og ágætt tækifæri til að hefja umræðu um vorverkin og undirbúning að aðalfundi sem halda á á tímabilinu frá 15. febrúar til 15. mars samkvæmt lögum, sem samþykkt voru á aðalfundi ÍRA í fyrra.

Tillaga hefur komið fram um að ÍRA taki þátt í RTTY keppni um aðra helgi og hér með eru félagar sem áhuga hafa á að vera með hvattir til að hafa samband við stjórn ÍRA.

11.-12. febrúar Laugardagur 0000 – Sunnudagur 2359
CQ World Wide WPX RTTY keppnin
RTTY keppnisreglur

SteppIR-greiðan þarfnast viðgerðar og fleiri verkefni bíða betra veðurs. Einn valkostur væri reyndar að selja SteppIR greiðuna í því ástandi sem hún er í dag, koparþynnan í einum af þremur miðeiningum loftnetsins er skemmd. Einn amatör hefur sýnt áhuga á að kaupa loftnetið og ef fleiri hafa áhuga á kaupum eða vilja hafa skoðun þá gefum við vikufrest og stjórnin mun taka ákvörðun um sölu eða viðgerð eftir viku.

fh. stjórnar 73 de TF3JA

Krækja á hugbúnað fyrir stafræna mótunarhætti og fleira.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × 2 =