,

Myndir frá geimstöðinni – ISS SSTV 8.-9. desember.

ISS SSTV mynd sem Mike Rupprecht DK3WN tók á móti 12. apríl, 2016 kl. 15:56.

ISS SSTV mynd sem Mike Rupprecht DK3WN tók á móti 12. apríl, 2016 kl. 15:56.

Löturskannað sjónvarp, SSTV, er áætlað frá alþjóða geimstöðinni, ISS, dagana 8. og 9. desember.

SSTV myndirnar eru hluti af MAI-75 tilrauninni á 145.800 MHz FM og sendar út með Kenwood TM-D710 rx/tx sem er í rússneska hluta ISS.

MAI-75 virknin er áætluð 8. desember á tímabilinu 12:35 til 18:00 GMT og 9. desember á tímabilinu 12:40 til 17:40 GMT.

ISS sendir út á FM með 5 kHz mótunarfráviki á 145.800 MHz  5 kHz en ekki 2,5 kHz sem venjulega er notað í Evrópu. Ef þitt sendiviðtæki er með síuval er best að nota breiðari síuna.

Á heimasíðu ISS Fan Club http://www.issfanclub.com/ er hægt að sjá hvenær geimstöðin er innan seilingar frá þínum stað á jörðinni.

ISS SSTV upplýsingar og krækjur eru á: https://amsat-uk.org/beginners/iss-sstv/

ARISS-SSTV myndir á: http://ariss-sstv.blogspot.co.uk/

Hlustaðu á ISS þegar stöðin er yfir Rússlandi á R4UAB netviðtækinu:  websdr.r4uab.ru

Hlustaðu á ISS þegar stöðin er yfir London  á SUWS netviðtækið: http://websdr.suws.org.uk/

Ef þú nærð heilli eða hlutamynd er hugsanlegt að dagblað á þínum stað vilji nota: http://www.southgatearc.org/news/2016/july/now-is-a-great-time-to-get-ham-radio-publicity.htm

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × two =