,

Mats, SM6EAN tók við formennsku í NRAU í gær.

SM6EAN, Mats Espling

Í lok NRAU fundar í Óðinsvéum í gær tók Mats, SM6EAN við formennsku í NRAU af Ivan, OZ7IS. Á myndinn heldur Mats á nýjum fundarhamri og bjöllu. Fyrir par árum síðan týndist fundarhamar NRAU líklega einhversstaðar í Noregi og þrátt fyrir miklar leitir hefur ekki fundist. Fráfarandi formaður Ivan, OZ7IS ákvað þess vegna að gefa NRAU fundarbjöllu sem var óspart notuð á nýafstöðnum NRAU fundi í Óðinsvéum til að kalla fundarmenn saman og ekki síður til að stöðva pískur milli fundarmanna inni á fundum. Mats hafði hinsvegar ákveðið að gefa NRAU nýjan fundarhamar eins og sjá má á myndinni og lofaði Mats að nota bæði bjöllu og hamar óspart á næsta fundi NRAU enda ekki vanþörf á.

SM6EAN tekur við af OZ7IS í lok NRAU fundar í höfuðstöðvum EDR í Óðinsvéum 2017.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

17 + 8 =