MÁLAÐ YFIR VEGGJAKROT.
Fyrir nokkru urðu menn varir við að búið var að mála fleiri en eitt „listaverk“ á langa bárujárnsvegginn á lóðinni gegnt bílastæðunum við Skeljanes.
Rigningardagar undanfarið hafa hamlað málningarvinnu utanhúss þegar ella hefði gefist tími, en föstudaginn 4. júlí mættu menn í Skeljanes og var rennt yfir bárujárnsveginn með málningarkústi.
Aðkoman að húsinu er nú allt önnur, samanber meðfylgjandi ljósmyndir. Þakkir til Flügger sem útvegaði málningu við góðu verði.
Þakkir einnig til fulltrúa annarra félagasamtaka sem deila með okkur húsnæði í Skeljanesi og mættu til að leggja hönd á plóg.
Stjórn ÍRA.


Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!