,

Kallmerki í Skeljanesi 18. janúar 2018

TF3EK kynnti breytingu á reglugerð og tillögu að verklagi stjórnar ÍRA við umsagnir til PFS við leyfisveitingum á opnu húsi í Skeljanesi í gærkvöldi. Samkvæmt tillögunum fá menn varanleg kallmerki með tveimur eða þremur stöfum í viðskeyti og eiga kost á auka kallmerki með einum bókstaf í viðskeyti  tímabundið. Almenna reglan er að áður úthlutuðum kallmerkjum er ekki úthlutað aftur meðan úr nógu er að velja sem er staðan í dag eftir nýju reglugerðarbreytinguna. Á myndunum má einnig sjá nýja stöð félagsins, IC-7610, sem kom í kassa vestur í Skeljanes rétt fyrir fund í gærkvöldi. Stöðin verður kynnt félagsmönnum og öðrum radíóáhugamönnum sem heimsækja ÍRA næsta fimmtudagskvöld í Skeljanesi. Í símtali í dag staðfesti PFS að aflheimildin á 7.100 – 7.200 kHz sé 1 kW fyrir G-leyfishafa og verður listinn í reglugerðinni lagfærður fljótlega.

iCom 7610

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four + 14 =