,

ÍRA á afmæli á morgun, 14. ágúst og fleira

góðir félagar og aðrir sem þetta lesa, annað kvöld verður sérbakað meðlæti með fimmtudagskaffinu í tilefni af afmæli félagsins og kannski sitthvað fleira. Húsið verður opnað klukkan átta og félagar eru hvattir til að taka með sér gesti.

Eins og áður hefur komið fram hefur verið á döfinni að flikka uppá útlit húss og girðingar í Skeljanesi. Búið er að endurnýja þakrennur og gera við þakjárnið á aðalhúsinu en nú er komið að girðingunni. Ágætis notað þakjárn verður í næstu viku flutt á staðinn og í framhaldi af því er hugmyndin að gera tilraun til að safna kröftum og endurnýja bárujárnsgirðinguna. Nánar verður sagt frá þessu þegar nær dregur og vonast er til að sem flestir félagar hafi tækifæri til að koma og taka þátt í vinnunni sem unnin verður í samráði við aðra sem hafa aðstöðu í Skeljanesi.

Framundan er Vitahelgin og útlit var fyrir að félagar ÍRA mundu vera á tveimur stöðum, Knarrarósi og Garðskaga. Samkvæmt síðustu fréttum virðast þeir sem taka þátt ætla að koma sér fyrir við Knarrarós. Á laugardeginum verður grillað sameiginlega klukkan 18 og Alþjóða fjarskiptasveitin kemur í heimsókn að Knarrarósi á sunnudagsmorgni og setur upp sinn búnað. Þar gefst tækifæri til að sjá hvaða loftnet hafa reynst þeim best yfir bæði stuttar og langar vegalengdir. Hver veit nema Fjarskiptasveitarmenn geti lært eitthvað af þeim þaulvönu radíóamatörum sem boðað hafa komu sína að Knarrarósi. Hvernig væri að gleyma ati líðandi stundar og skreppa í grill austur í Knarrarós?

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen + 11 =