,

Hvað er líkt með fjarskiptum og umferð sjálfrennireiða?

Um þessar mundir er margt líkt að gerast í þróun fjarskipta og bílaumferðar. Margir eiga eftir að verða hissa og enn fleiri eiga ekki eftir að vita hvaðan á sig veðrið stóð eins og stundum er sagt. Google setti nýlega í gang tilraunarekstur á sjálfvirkum rennireiðum ætluðum til flutnings á fólki og þess vegna hverju sem er. Þessar rennireiðir er tæplega hægt að kalla bíla eins og við þekkjum bílana í dag því í raun eru þetta kassar eða klefar á hjólum sem rata sjálfvirkt frá einum stað til annars ekki ósvipað því sem mun gerast í pakkanetum náinnar framtíðar. Um allan heim er verið að vinna að þessum framtíðar flutningatækjum og fjarskiptaháttum. Í Hollandi var nýlega kynnt loftnet sem aðlagar sig sjálfvirkt að fjarskiptaumferðinni en í raun er varla hægt að kalla slíkan búnað loftnet því í loftnetinu eru bæði sendar og móttakarar ásamt stýritölvu.

Grein um nýju loftnetin

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × four =