,

Hraðnámskeið fyrir verðandi radíóamatöra um miðjan nóvembermánuð

Námskeiðið hefst laugardaginn 12. nóvember. Áætlað er að halda radíóamatörpróf þann 19. nóvember.

Um helgina 12.-13. nóvember er áætlað að kenna í 6 – 7 tíma hvorn dag og síðan frá klukkan 19 til 22 á hverju kvöldi frá mánudegi til föstudags. Prófið hefst klukkan 10 á laugardagsmorgni og lýkur klukkan 14. Námskeiðsgjald er 20 þkr. fyrir nýja nemendur en nemendur sem áður hafa sótt námskeið hjá ÍRA greiða ekki námskeiðsgjald en greiða kostnaðarverð fyrir námsgögn ef þeir eiga þau ekki til frá fyrri námskeiðum. Námskeiðskynning verður þann 3. nóvember í Skeljanesi og hefst klukkan 20:15.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt skrái sig á námskeiðið með tölvupósti á ira@ira.is eða með símtali í 8633399.

Stjórn ÍRA hélt samráðsfund með Prófnefnd félagsins 19. október þar sem farið var yfir ýmis mál og námskeiðið kynnt. Fundargerð frá fundinum er hér á heimasíðunni undir Félagið – Fundargerðir stjórnar ÍRA. Hér er krækja á fundargerðina: Samráðsfundur Stjórnar ÍRA með Prófnefnd.

f.h. stjórnar ÍRA, 73 de TF3JA

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × three =