Glæsilegur árangur TF3CW á heimsmælikvarða
Í aprílhefti CQ tímaritsins 2013 eru birtar niðurstöður úr SSB-hluta CQ World-Wide DX keppninnar sem fram fór dagana 27.-28. október 2012. Þátttaka var ágæt frá TF og sendu 7 stöðvar inn keppnisdagbækur. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, náði afburðaárangi í sínum keppnisflokki og varð í 1. sæti yfir Evrópu og handhafi Evrópubikarsins. Þessi niðurstaða tryggði honum jafnframt 2. sæti yfir heiminn; silfurverðlaunin.
Sigurður hafði að þessu sinni 4.260 QSO sem hann náði með 33 klukkustunda viðveru. Þetta er stórglæsilegur árangur og staðfestir enn einu sinni, að Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, er í hópi bestu keppnismanna í heimi.
Aðrar stöðvar reyndust vera með ágætan árangur. Athygli vekur árangur Andrésar Þórarinssonar, TF3AM, sem keppti á öllum böndum, hámarksafli; árangur Ársæls Óskarssonar, TF3AO,sem keppti á 21 MHz, hámarksafli, aðstoð; og árangur Guðmundar Sveinssonar, TF3SG, sem keppti á 3,7 MHz í einmenningsflokki, hámarksafli. Árangur keppnishópsins frá félagsstöðinni TF3W, undir forystu Jóns Ágústs Erlingssonar, TF3ZA, er einnig ágætur en hópurinn keppti í fleirmenningsflokki, hámarksafli, með einn sendi. Sjá nánar meðfylgjandi töflu.
Stjórn Í.R.A. óskar Sigurði R. Jakobssyni, TF3CW, innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur svo og öðrum þátttakendum með þeirra niðurstöður.
|
Keppnisflokkur, CQ WW DX SSB 2012 |
Kallmerki |
Árangur, stig |
QSO |
CQ svæði |
DXCC einingar |
|---|---|---|---|---|---|
| 15 metrar, einmenningsflokkur, hámarksafl, aðstoð |
Unknown macro: {center}TF3AO*
|
Unknown macro: {center}48,720
|
Unknown macro: {center}433
|
Unknown macro: {center}19
|
Unknown macro: {center}65
|
| 20 metrar, einmenningsflokkur, hámarksafl |
Unknown macro: {center}TF3CW*
|
Unknown macro: {center}1,387,337
|
Unknown macro: {center}4,260
|
Unknown macro: {center}36
|
Unknown macro: {center}125
|
| 80 metrar, einmenningsflokkur, hámarksafl |
Unknown macro: {center}TF3SG*
|
Unknown macro: {center}28,258
|
Unknown macro: {center}361
|
Unknown macro: {center}16
|
Unknown macro: {center}55
|
| Öll bönd, einmenningsflokkur, hámarksafl |
Unknown macro: {center}TF3AM*
|
Unknown macro: {center}169,076
|
Unknown macro: {center}835
|
Unknown macro: {center}37
|
Unknown macro: {center}135
|
| Öll bönd, einmenningsflokkur, hámarksafl |
Unknown macro: {center}TF8GX
|
Unknown macro: {center}10,064
|
Unknown macro: {center}72
|
Unknown macro: {center}24
|
Unknown macro: {center}50
|
| Öll bönd, einmenningsflokkur, hámarksafl, aðstoð |
Unknown macro: {center}TF3IG
|
Unknown macro: {center}16,932
|
Unknown macro: {center}205
|
Unknown macro: {center}30
|
Unknown macro: {center}72
|
| Öll bönd, fleirmenningsflokkur, hámarksafl** |
Unknown macro: {center}TF3W*
|
Unknown macro: {center}7,125,928
|
Unknown macro: {center}5,701
|
Unknown macro: {center}130
|
Unknown macro: {center}489
|
*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals frá CQ tímaritinu. **TF3W op’s: TF3ZA, SMØMDG, SMØMLZ og SMØNOR.



Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!