Flóamarkaðurinn er á morgun, sunnudag

Myndin er tekin á flóamarkaðnum á Ham Radio 2008 í Friedrichshafen í Þýskalandi. Ljósmynd: TF2JB.

Flóamarkaður Í.R.A. að hausti verður haldinn á morgun, sunnudaginn 10. október í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Húsið verður opnað kl. 11:00. Nýjung að þessu sinni er uppboðið sem verður haldið kl. 14:30.

Þeir félagsmenn sem óska að selja eða gefa hluti geta t.d. komið með þá í dag (laugardag) á milli kl. 16 og 18 – en á þeim tíma verður unnið við uppröðun á hlutum í eigu félagsins. Annars geta menn líka mætt í fyrramálið upp úr kl. 10 með sína hluti og stillt þeim upp. Aðalatriðið er, að allt verði tilbúið kl. 11:00 þegar flóamarkaðurinn verður opnaður.

Félagið mun bjóða upp á rjúkandi kaffi og nýbökuð vínarbrauð frá Mosfellsbakaríi.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × 4 =