ERINDI TF3Y Í SKELJANESI 22. MAÍ.

Síðasta erindið á vordagskrá ÍRA 2025 verður á fimmtudag 22. maí í Skeljanesi.
Þá mætir Yngvi Harðarson, TF3Y með erindið „Fjarskipti fyrir tilstilli loftsteinaskúra“.
Húsið opnar kl. 20:00 og Yngvi byrjar stundvíslega kl. 20:30.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi og tekur fram meðlæti.
Félagsmönnum er bent á að láta erindið ekki framhjá sér fara.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!