,

David Butler, G4ASR fjallaði um VHF yfir langar leiðir síðastliðið fimmtudagskvöld í Skeljanesi.

Fimmtudagkvöldið 10. apríl var G4ASR með mjög áhugaverða kynningu hjá ÍRA á VHF- samböndum yfir langar leiðir. David ætlar að senda okkur hlekk á kynninguna þegar hann kemst heim til sín aftur eftir páska og verður þá betur fjallað um kynninguna. David sagði að besta aðferðin til að ná gildum QSO-um á slíkum samböndum hefði verið að nota ofurhratt morse en að nýju stafrænu samskiptaaðferðirnar væru smá saman að taka yfir og að því fylgdi reyndar að ekki væri þörf á jafn mikilu afli og áður sem er hið besta mál. Hann lagði áherslu á að amatörar notuðu aldrei meira afl en nauðsynlegt væri til að ná sambandi. Vel var mætt í Skeljanesið og sáust þar nokkur andlit sem ekki eru þar oft á ferðinni.

Á myndinni er David fyrir miðju en til hægri er Villi, TF3DX og til vinstri Ómar, OZ1OM.

Líflegar umræður mynduðust í öllum hornum félagsheimilisins á eftir sem kannski verða til þess að fleiri TF stöðvar fari að fikta við ofurvegalöng VHF/UHF/GHF sambönd en David var hissa á hve fáir hér á landi hafa reynt það hingað til. Ekki er úr vegi að minna á að fjarlægðin frá Íslandi til Noregs er ekki nema 1000 km og VHF stöðvar staðsettar á háu fjöllunum á austurlandi ættu að geta náð samböndum við Noreg, Færeyjar og Bretland.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × 5 =