,

CQ WW DX CW 28-19. nóvember 2015

Um komandi helgi er ein stærsta amatörkeppni ársins, CQ WW DX CW, og meðal þáttakenda verður stöð félagsins á kallmerkinu TF3W. Keppnin fer fram á Morse og nokkrir flinkir Morse-menn ætla að taka þátt á félagsstöðinni undir stjórn Yngva, TF3Y. Enn er pláss fyrir fleiri í hópinn og tilvalið að koma og taka þátt á stöð félagsins í skemmri eða lengri tíma um helgina. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Yngva, TF3Y, hann raðar mönnum niður á tíma og stýrir keppnisþáttökunni.

Tvær stöðvar verða í gangi samtímis í Skeljanesi um helgina, önnur verður notuð sem aðalstöð og kallar út CQ, búast má við miklu kraðaki stöðva frá öðrum löndum og ágangi á þá stöð en hin stöðin verður notuð til að svara stöðvum sem kalla CQ og leita uppi stöðvar sem gefa sem flesta púnkta fyrir TF3W.

Opið verður í Skeljanesi um helgina fyrir þá sem vilja koma og fylgjast með kraftmiklum keppnismönnum á lyklinum. Ýmsar hugmyndir eru á lofti um hvernig best er að koma gestum að til að fylgjast með en hvort tekst að koma því öllu í framkvæmd verður bara að koma í ljós en við minnum á að öll hjálp er vel þegin.

Ýmsar fréttir hafa borist af þáttöku annarra TF-stöðva í keppninni og verður sagt frá þeim hér um leið og í ljós kemur hverjir verða í loftinu um helgina, því fleiri því skemmtilegra. Við vonum að skilyrðin verði hagstæð og við sendum öllum góðar óskir um velgengni í keppninni.

http://dxnews.com/zs4txd4b/

http://www.cqww.com/rules.htm

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

10 + 1 =