, ,

CQ WW CW 2013 fyrstu tölur – Claimed Score

Nú eru fyrstu tölur komnar sem gefa til kynna árangur og niðurstöður í CQ WW CW 2013. Vitað er um 10 íslenskar stöðvar sem skiluðu inn radíódagbók til keppnisstjórnar.

 

Samkvæmt fyrstu tölum er TF3CW með hæsta skor í Evrópu og nr. 8 yfir heiminn í flokknum Single band 15m, Single op. high, not assisted með 922.266 stig.

 

TF3W með (TF3SA sem op) er nr. 11 í Evrópu og nr. 34 yfir heiminn í flokknum Single band 10m, Single op, high, not assisted með 333.004 stig.  Þessar tvær íslensku stöðvar bera af að þessu sinni hvað varðar árangur, en mjög ánægjulegt hefur verið að fylgjast með þáttöku annarra íslenskra stöðva í keppninni að þessu sinni.

 

Fyrir hönd ÍRA eru TF3CW og TF3SA færðar innlegar hamingjuóskir með frábæran árangur.

 

73

Guðmundur, TF3SG

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

17 − ten =