,

CQ VHF verður ekki lengur gefið út á pappír

ADIOS to CQ VHF mátti í dag lesa á fréttasíðunni AmateurRadio.com. Þar kemur fram að enn eitt tímaritið CQ VHF hafi verið lagt af og ætlunin sé að setja vissa efnisflokka úr úgáfunni inní væntanlega nýja netútgáfu CQ Amateur Radio. Á heimasíðu ARRL er líka fjallað um grundvallarbreytingar sem eru í farvatninu á flaggskipi CQ útgáfunnar og er haft eftir Dick Ross, K2MGA,, ritstjóra CQ Communications að frá og með febrúar á komandi ári verði efni sem hingað til hefur verið í sérblöðum CQ sett inn í sérstaka möppu í netútgáfu CQ. Dick segir, lauslega þýtt og endursagt: “Amatörradíómarkaðurinn er að breytast og við verðum að breyta því sem við gerum og hvernig við gerum það til að halda áfram að vera í forystu á öllum sviðum áhugamálsins.”

Allir góðir hlutir taka enda segir Bob, K0NR höfundur fréttarinnar, hann segist eiga eftir að sakna blaðanna en nú sé kominn tími til að halda áfram og leita á önnur mið.

Þetta eru stórmannleg orð þessarra tveggja ötulu ritstjóra í amatörheiminum og kannski getum við í okkar litla félagi, ÍRA, lært eitthvað af þeim og tekið okkur til fyrirmyndar.

73 de TF3JA

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nine − one =