Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 24. júlí kl. 20:00 til 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

QSL stjóri ÍRA verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffið.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

.

Úr félagsstarfinu. Þar sem Útileikar ÍRA 2025 um verslunarmannahelgina nálgast er sýnd ljósmynd frá afhendingu á verðlauna-gripum og viðurkenningum fyrir fjarskiptaleika ÍRA árið 2022 sem fram fór á aðalfundi 2023 til verðlaunahafa sem staddir voru á fundinum.

Frá vinstri: Eiður Kristinn Magnússon TF1EM viðurkenning fyrir 5. sæti í TF útileikunum. Hrafnkell Sigurðsson TF8KY viðurkenning fyrir 2. sæti í Páskaleikunum (í dag Vorleikar) og fyrir 3. sæti í TF útileikunum. Andrés Þórarinsson TF1AM verðlaunaplatti og viðurkenning fyrir 1. sæti í TF útileikunum. Ólafur Örn Ólafsson TF1OL verðlaun fyrir 1. sæti í Páskaleikunum og 1. sæti í VHF/UHF leikunum (í dag Sumarleikar). Óskar Sverrisson TF3DC keppnisstjóri TF3ÍRA, viðurkenning fyrir 4. sæti TF3IRA í TF útileikunum. Ljósmynd: TF3JON.

FRAPR 10 METER CONTEST
Keppnin hefst laugardag 26. júlí kl. 00:00 og lýkur sunnudag 27. júlí kl. 23:59.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 10 metrum.
Skilaboð: RS(T) + afl.
http://www.frapr.org/concursos-field-day/

RSGB IOTA CONTEST.
Keppnin hefst laugardag 26. júlí kl. 12:00 og lýkur sunnudag 27. júlí kl. 12:00.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS(T) + raðnúmer + IOTA númer.
https://www.rsgbcc.org/hf/rules/2025/riota.shtml

Jón Atli Magnússon, TF2AC var QRV frá Surtsey fimmtudaginn 17. júlí.

Hann var með 5 W. handstöð og náði góðu sambandi um endurvarpann í Bláfjöllum (145.650 MHz). Nokkrir höfðu síðan samband við hann beint á QRG 145.500 MHz, m.a. TF1JI og TF3JB og var hann S6 á mæli í Reykjavík.

Líklegt er að að þetta sé í fyrsta skipti sem haft er samband á tíðnum radíóamatöra frá Surtsey. Eyjan hefur reitinn HP93QH.

Stjórn ÍRA.

Fimm nýjar DXCC viðurkenningar bárust til félagsins þann 4. júlí. Það eru viðurkenningarskjöl fyrir 10 m., 15 m., 20 m., 40 m. og 80 m. böndin.

Félagsstöðin er nú handhafi alls 9 DXCC viðurkenninga, en að auki við nefnd skjöl að ofan er stöðin með DXCC viðurkenningar fyrir CW, SSB, MIXED og RTTY/DIGITAL.

Þakkir til Mathíasar Hagvaag, TF3MH QSL stjóra félagsins sem hafði til upplýsingar úr fjarskiptadagbók félagsstöðvarinnar svo hægt væri að sækja um til ARRL.

Stjórn ÍRA.

.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin milli kl. 20 og 22 fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 17. Júlí.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri ÍRA verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffið.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

QSL skilagreinar fyrir TF ÍRA QSL Bureau eru boðnar frítt til félagsmanna og eru hugsaðar fyrir þá sem skila kortum til útsendingar í þar til gert hólf – hægra megin við QSL skáp. 
Skilagreinarnar voru fyrst kynntar til sögunnar árið 2009. Í nóvember 2011 var ákveðið að nýta bakhlið eyðublaðsins (sem til þess tíma hafði verið auð) og birta leiðbeiningar frá QSL stjóra ásamt lista yfir þær DXCC einingar sem ekki hafa starfandi QSL Bureau. 
Skilagreinarnar og umslög með utanáskrift (fyrir þá sem vilja póstleggja kortin) eru geymdar vinstra megin við QSL skáp.
 

LABRE DX CONTEST.
Keppnin hefst laugardag 19. júlí kl. 00:00 og lýkur sunnudag 20. júlí kl. 23.59.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í Brasilíu: RS(T) + 2 bókstafir fyrir fylki í Brasilíu.
Skilaboð annarra: RS(T) + 2 bókstafir fyrir heimsálfu.
http://www.labre.org.br/contest/en/regulamento/

YOTA CONTEST.
Keppnin hefst laugardag 19. júlí kl. 10:00 og lýkur sama dag kl. 21:59.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS(T) + aldur (m.v. 1. janúar 2025).
ttps://yotacontest.mrasz.org

RSGB INTERNATIONAL LOW POWER CONTEST.
Keppnin fer fram sunnudag 20. júlí kl. 09:00-12:00 og kl. 12:00-16:00.
Keppt er á CW á 80, 40 og 20 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer + afl.
https://www.rsgbcc.org/hf/rules/2025/rqrp.shtml

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

.

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) 1.-11. júlí 2025.

Alls fengu 17 TF kallmerki skráningar. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og/eða FT4) en einnig á morsi (CW) og tali (SSB). Bönd: 6, 15, 17, 20, 30, 40 og 60 metrar.

Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svokallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á http://new.dxsummit.fi/#/  Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar. Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.

Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.

Stjórn ÍRA.

TF1A                                      FT8 á 6 metrum.
TF1EM                                  FT8 á 6 og 17 metrum.
TF1VHF                                CW á 6 metrum.
TF2CT                                    FT8 á 15, 17 og 20 metrum.
TF2LL                                     SSB á 20 metrum.
TF2MSN                               FT8 á 17 og 30 metrum.
TF3AK                                   FT8 á 20 metrum.
TF3IRA                                  CW á 20 metrum.
TF3JB                                    FT8 á 6 metrum.
TF3VE                                   FT8 á 17 metrum.
TF3VG                                   FT8 á 40 metrum.
TF3VS                                    FT8 á 60 metrum.
TF5B                                      FT8 á 17 og 20 metrum.
TF8KW                                  FT8 á 6 og 20 metrum.
TF/IT9RGU                          SSB á 20 metrum.
TF/N1NUG                          SSB á 20 metrum.
TF/OY1G                              CW á 20 metrum.

Félagsstöð ÍRA í Skeljanesi, TF3IRA var QRV á morsi á tímabilinu. Ljósmynd: TF3JB.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 10. júlí frá kl. 20:00 til 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri ÍRA verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID sér um kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu. Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Kjartan H. Bjarnason TF3BJ í Skeljanesi á góðri stundu. Ljósmynd: TF3JON.

IARU HF WORLD CHAMPIONSHIP

Keppnin stendur yfir laugardag 12. júlí frá kl. 12:00 til sunnudagds 13. júlí kl. 12:00.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: IARU HQ kallmerki: RS(T) + aðildarfélag IARU.
Skilaboð annarra: RS(T) + ITU svæði.
https://www.arrl.org/iaru-hf-world-championship

SKCC WEEKEND SPRINTATHON.
Keppnin stendur yfir laugardag 12. júlí frá kl. 12:00 til sunnudagds 13. júlí kl. 24:00.
Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum.
Skilaboð: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + nafn + (SKCC nr./”none”.
https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Fyrir nokkru urðu menn varir við að búið var að mála fleiri en eitt „listaverk“ á langa bárujárnsvegginn á lóðinni gegnt bílastæðunum við Skeljanes.

Rigningardagar undanfarið hafa hamlað málningarvinnu utanhúss þegar ella hefði gefist tími, en föstudaginn 4. júlí mættu menn í Skeljanes og var rennt yfir bárujárnsveginn með málningarkústi.

Aðkoman að húsinu er nú allt önnur, samanber meðfylgjandi ljósmyndir. Þakkir til Flügger sem útvegaði málningu við góðu verði.

Þakkir einnig til fulltrúa annarra félagasamtaka sem deila með okkur húsnæði í Skeljanesi og mættu til að leggja hönd á plóg.

Stjórn ÍRA.

Langi bárujárnsveggurinn við Skeljanes fyrir breytingu.
Bárujárnsveggurinn langi eftir yfirmálun 4. júlí.