Póst- og fjarskiptastofnun hefur í framhaldi af jákvæðri umsögn ÍRA um erindið, veitt Þorvaldi í Otradal, TF4M tímabundið leyfi til notkunar háafls (KW) á 6m í sumar en reglugerðin heimilar mest 100w á þessu tíðnisviði.

Vinur Þorvaldar og góðkunningi íslenskra DX amatöra JA1BK skrifar grein í júníhefti QST þar sem hann lýsir ævintýrum sínum og tækifærum á sex metrunum:  „6-Meter Polar Es – An Underutilized Propagation Mode. This rare form of polar sporadic-E propagation can yield surprising results.“

Nánar er vísað til greinarinnar í QST sem félagar hafa m.a. aðgang að í blaða- og bókasafni ÍRA í Skeljanesi – en myndirnar eru birtar hér með góðfúslegu leyfi ARRL

Samkvæmt Facebook-síðu Óla TF3ML  náði hann fyrsta QSO við Japan á 6m (JA7QVI) í lok maí 2015.

Stjórn ÍRA óskar Tobba velfarnaðar í tilraununum og hvetur félagana til að nota áfram öll bönd og útgeislunarhætti til fjarskipta og tilrauna.

feykir.is

mynd birt með góðfúslegu leyfi ritstjóra Feykis.is

Flóamarkaður verður haldinn Sunnudaginn 11. júní næstkomandi í Skeljanesi frá klukkan 11 til 16.

Svanur, TF3AB, ásamt Ölvir, TF3WZ, munu halda utan um herlegheitin. Endilega sendið Svani tölvupóst með fyrirspurnum.

Allir velkomnir í kaffi og að sjálfsögðu hvetjum við sem flesta til að kíkja með tól og tæki sem áhugi er á að selja eða skipta.

Velkomin á SYLRA-fund í Kungsbacka, Svíþjóð dagana 8. til 17. september 2017.
Við heimsækjum  Onsala Space Observatory OSO og fáum að vita hvað örbylgjur utan úr geimi geta sagt okkur.
Á öðrum degi heimsækjum við langbylgju sendistöðina Grimeton sem byggð var á þriðja áratug síðustu aldar og er ennþá í góðu lagi sjá: www.grimeton.org. Og áfram höldum við og lærum miklu meira.
Opið er fyrir skráningu á SYLRA 2017.
Vonumst til að sjá ykkur, Anita SM6FXW and Solveig SM6KAT

Keppnishópur/ Úrvalslið ÍRA í alþjóðlegum MORSE keppnum teljum við að hafi verið ágætlega skipaður undanfarin ár /áratugi. Þar hafa eftirtaldir radíóamatörar a.m.k. komið við sögu:

Kristinn Andersen TF3KX, Sæmundur Þorsteinsson TF3UA, Yngvi Harðarson TF3Y, Óskar Sverrisson TF3DC, Haraldur Þórðarson TF3HP, Bjarni Sverrisson TF3GB, Jónas Bjarnason TF3JB, Stefán Arndal TF3SA, Gísli Ófeigsson TF3G, Guðmundur Sveinsson TF3SG, Egill Ibsen TF3EO, Sigurður Jakobsson TF3CW, Jakob býr í Noregi TF3EJ, Axel Sölvason TF3AX, Kristján Benediktsson TF3KB, Vilhjálmur Kjartansson TF3DX, Benedikt Sveinsson TF3T, Þorvaldur Stefánsson TF4M, Þór Þórisson TF3GW, Vilhjálmur Sigurjónsson TF3VS, Guðlaugur Jónsson TF8GX, Andrés Þórarinsson TF3AM, Sveinn Guðmundsson TF3T (SK).  (Beðist er fyrirfram velvirðingar ef við höfum gleymt einhverjum).

Síðasta morse keppni sem ÍRA (TF3W) tók þátt í af sæmilegum krafti var CQWW CW 2015 en keppnisliðið þá var mannað af: TF3Y, TF3EO, TF3DC, TF3KX, TF3SA, TF3UA ásamt TF3EK og TF3JA með sérstaka áherslu á loftnetin. Þátttakan síðan þá í morse-keppnum frá félagsstöðinni hefur eiginlega verið til málamynda þó svo að hún hafi verið góð frá TF í einmenningsflokkunum.

Ekki stefnir í nein stórafrek frá félagsstöðinni um komandi helgi en áhugasamir eru beðnir að hafa sambandi við formann, TF3JA eða einhvern úr stjórninni ef áhugi er fyrir að virkja félagsstöðina í keppninni. Félagsstöðin er í ágætu lagi og er til afnota fyrir félaga ÍRA hvenær sem þeir óska.

Og ef ekki þá fylgir hér hvatning frá stjórn ÍRA til allra CW operatora um að þeir láti TF hljóma á böndunum um helgina.

Nánar um WPX keppnina, reglur o.fl.: https://www.cqwpx.com/

 

CQ Logo

CQ World Wide WPX Contest

TF3EK kynning

TF3EK að sýna SOTA-loftnetið sitt TF3OM, TF3ID og TF3LM fylgjast með

Villi og TF3JA

myndir TF3DC

Heimasmíðaður UNUN 1:40 Stöð tengd beint við UNUN með kóax sem fæðir lárétt, hallandi eða lóðrétt hálfbylgju loftnet, engin jörð

mynd TF3EK

TF1GW, TF3MH, TF3GB, TF3DC og Villi

TF3DT og TF3VS

Villi og TF3ID

Villi var virkur á 300/27 metrum hér á árum áður, eitt af loftnetunum hans var 4 staka Quad sem ætlunin var að fara með upp á Snæfellsjökul. Villi ætlar að koma á námskeið í haust og er þegar byrjaður að læra fyrir prófið. Villi hefur mikinn áhuga á 2 og 0,7 metrunum og jafnvel enn hærri böndum ef þar verður einhver virkni.

Opið í Skeljanesi í kvöld 20 – 22

Með bréfi 2014120011 dags 2.12.2014 heimilaði PFS radíóáhugamönnum tímabundna notkun tíðnisviðsins 5260-5410 kHz út árið 2016. Heimildin var síðan framlengd til 1.5.2017.  25 radíóáhugamenn hafa sótt um slíka heimild og fengið. Heimildin hefur nú verið framlengd til 31.12.2017 á meðan framhaldið er skoðað.

 

Skeljanes opnar klukkan 20 með ilmandi kaffi og meðlæti núna á fimmtudagskvöldi  11. maí, að kveldi lokadags vertíðar.

“á árum áður þá var oft mikill slagur dagana fyrir Lokadaginn og var oft barist fram á síðasta dag um að verða aflahæstur.  þá var iðulega miðað við netin enda voru þá netaveiðarnar mun meiri enn eru í dag,..”

 

…en í Skeljanesi ætlar Einar, TF3EK að halda áfram þar sem fyrr var horfið í vetur á SOTA-kvöldi og fjallar um:

Reglur sem gilda um virkjun tinda.

Aðlögun fyrir endafædd hálfbylgjuloftnet

Uppsetning á fíberstöng fyrir portable loftnet, stög og hnútar.

……úti ef veður leyfir.

Rafhlöður

DX á 20 metrum

Portable jt65, tölva skilyrði og aflþörf.

http://www.sotawatch.org/ og sotalite

loggar og http://www.sotadata.org.uk/

 

Myndirnar eru frá ferð TF3EK á Trönu