Opið hús var í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 10. mars.
Rætt var um fjarskiptin, m.a. á 6 metrum sem þegar eru byrjaðir að „lifna“ þetta vorið. Einnig var rætt um loftnet, m.a. mismunandi loftnet á VHF og UHF, en sumir félaganna hafa verið að gera tilraunir um endurvarpann á 145.650 MHz með drægni handstöðva sem hafa komið ótrúlega vel út. Einnig ræddu menn um skilyrðin á HF sem ekki hafa verið sérstaklega góð undanfarnar vikur.
Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL mætti á staðinn nýkominn úr löngu ferðalagi, m.a. til Kyrrahafslanda. Viðstaddir voru sammála um, að gaman væri að fara þess á leit við hann að mæta eitthvert fimmtudagskvöldið og segja okkur ferðasöguna, en hann hafði með sér HF stöð og loftnet og var QRV frá mörgum fjarlægum löndum.
Sérstakur erlendur gestur félagsins þetta kvöld var John R. Silva, N3AM frá Maryland í Bandaríkjunum. Hann hafði verið í sambandi við Óskar Sverrisson, TF3DC sem sótti hann á hótelið. John er mikill CW maður og var afar ánægður með aðstöðu félagsins og loftnetakost félagsstöðvarinnar. Hann hafði meðferðis QSL kort til TF stöðva sem hann hafði haft samband við og raðaði í QSL hólfin með aðstoð Mathíasar, TF3MH QSL stjóra félagsins.
Þakkir til Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID sem lagaði Lavazza kaffi og bar fram meðlæti. Alls mættu 20 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
.



