Fræðsludagskrá ÍRA heldur áfram fimmtudaginn 7. nóvember og verður opið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20 til 22.
Að þessu sinni mætir Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS með erindið: „FT8 mótunarhátturinn“.
TF3VS segir m.a. frá hvernig menn kom sér upp búnaði til þessara fjarskipta, hvernig þau fara fram og m.a. hvaða afl þarf til. Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30.
Félagsmenn hvattir til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-11-05 09:54:002024-11-05 09:54:38TF3VS VERÐUR Í SKELJANESI 7. NÓVEMBER
CQ World Wide DX SSB keppnin var haldin helgina 26.-27. október. Keppnisnefnd bárust alls 9.995 dagbækur. Þar af voru 9 TF kallmerki sem kepptu í sex keppnisflokkum, auk viðmiðunardagbókar (e. Check-Log).
Bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) liggja fyrir frá keppnisnefnd samkvæmt áætlaðri stöðu í viðkomandi keppnisflokki yfir heiminn og yfir Evrópu. Lokaniðurstöður verða tilkynntar síðar.
FISTS SATURDAY SPRINT CONTEST Keppnin stendur yfir laugardag 9. nóvember frá kl. 00:00 til kl. 23:59. Hún fer fram á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum á CW. Skilaboð FISTS félaga: RST + nafn + FIST númer + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining). Skilaboð annarra: RST + nafn + FIST félagsnúmer + „Ø“ + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining). https://fistsna.org/operating.php#sprints
10-10 INTERNATIONAL, FALL CONTEST Keppnin hefst á laugardag 9. nóvember kl. 00:01 og lýkur á sunnudag 10. nóvember kl. 23:59. Hún fer fram á 10 metrum á stafrænum mótunum (e. digital). Skilaboð 10-10 félaga: RST + nafn + 10-10 félagsnúmer + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining). https://www.ten-ten.org/index.php/activity/2013-07-22-20-26-48/qso-party-rules
JIDX PHONE CONTEST Keppnin hefst á laugardag 9. nóvember kl. 07:00 og lýkur á sunnudag 10. nóvember kl. 13:00. Hún fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum á SSB. Skilaboð japanskra stöðva: RS + 2 stafir fyrir hérað í JA. Skilaboð annarra: RS + CQ svæði (TF=40). http://www.jidx.org/jidxrule-e.html
SKCC WEEKEND SPRINTATHON Keppnin hefst á laugardag 9. nóvember kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 10. nóvember kl. 24:00. Hún fer fram á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum á CW. Skilaboð: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + nafn + (SKCC félagsnúmer/“None“). https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon
OK/OM DX CONTEST. Keppnin hefst á laugardag 9. nóvember kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 10. nóvember kl. 12:00. Hún fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum á CW. Skilaboð OK/OM stöðva: RST + 3 bókstafir fyrir hérað í OK/OM. Skilaboð annarra: RST + raðnúmer. http://okomdx.crk.cz/index.php?page=send-log
Með ósk um gott gengi!
Stjórn ÍRA.
Úr félagsstarfinu. Félagsstöðin TF3W var virkjuð í Scandinavian Activity CW keppninni haustið 2011. Það var Stefán Arndal, TF3SA, sem var á lyklinum. Stefán byrjaði á 21 MHz en flutti sig fljótlega niður á 14 MHz sem varð aðal bandið í keppninni. Skilyrði voru góð framan af degi (á laugardag) en versnuðu fljótt og var K-stuðullinn kominn upp í 5 um kl. 20. Stefán náði alls 1198 samböndum sem var mjög ásættanlegt í ljósi lélegra skilyrða. Búnaður: Yaesu FT-1000MP, Harris 110A RF magnari og SteppIR 3E Yagi loftnet.
Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis var haldið í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 2. nóvember kl. 10:00 árdegis. Alls þreyttu 14 prófið. Niðurstöður verða birtar á þessum vettvangi strax og þær liggja fyrir.
Af alls 24 þátttakendum sem ýmist voru skráðir á námskeið félagsins í haust (19) eða eingöngu í próf (5) mættu 14 á prófstað eða tæplega 60%.
Námskeið til amatörprófs er stærsta verkefni sem ÍRA tekst á hendur hverju sinni. Sérstakar þakkir til allra sem gerðu námskeiðshald félagsins haustið 2024 mögulegt.
Stjórn ÍRA.
Mynd úr prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis 2. nóvember. Kristinn Andersen TF3KX formaður Prófnefndar ÍRA dreifir prófblöðum við upphaf prófsins.Mynd úr prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 2. nóvember 2024. Alls þreyttu 14 prófið. Ljósmyndir: Jón Svavarsson TF3JON.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-11-02 14:53:332024-11-02 15:12:27PRÓF TIL AMATÖRLEYFIS 2. NÓVEMBER
Minnt er á próf Fjarskiptastofu (FST) til amatörleyfis sem verður haldið í Háskólanum í Reykjavík, stofu M117 laugardag 2. nóvember.
Kl. 10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni. Kl. 13:00 – 14:00 Reglur og viðskipti. Kl. 14:30 – Prófsýning.
Prófið er öllum opið og er þátttaka í námskeiði til amatörprófs ekki forsenda þess að sitja prófið. ÍRA hefur sent lista til Fjarskiptastofu yfir þátttakendur í nýliðnu námskeiði og yfir aðila sem eingöngu hafa óskað að sitja prófið. Alls er um að ræða 24 aðila.
Aðrir þurfa að tilkynna þátttöku í prófinu beint til Fjarskiptastofu á bæði þessi netföng: hrh(hjá)fjarskiptastofa.is og bjarni(hjá)fjarskiptastofa.is
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-11-01 08:47:042024-11-01 08:53:12PRÓF FST TIL AMATÖRLEYFIS 2. NÓVEMBER
Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis verður haldið í Háskólanum í Reykjavík, stofu M117 laugardag 2. nóvember n.k. samkvæmt eftirfarandi:
10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni. 13:00 – 14:00 Reglur og viðskipti. 14:30 – Prófsýning.
Prófið er öllum opið og er þátttaka í námskeiði til amatörprófs ekki forsenda þess að sitja prófið. ÍRA hefur sent inn lista fyrir þá sem taka þátt í yfirstandandi námskeiði og/eða hafa staðfest skráningu í prófið.
Aðrir þurfa að tilkynna þátttöku í prófinu beint til Fjarskiptastofu á bæði þessi netföng: hrh(hjá)fjarskiptastofa.is og bjarni(hjá)fjarskiptastofa.is
Eftirfarandi úrræði er í boði ef um það er beðið með því að senda póst á ira@ira.is sem er stækkun prófgagna í A3.
1) Notið einfaldar reiknivélar, sem augljóslega geta ekki geymt gögn. Engin gögn eru leyfð. 2) Hafið með ykkur blýanta, strokleður og reglustiku sem hentar reiknigrafi. 3) Endanleg einkunn kemur frá Fjarskiptastofu á uppgefið netfang, annars heimilisfang. 4) Gætið þess að hvorttveggja sé greinilega skrifað. 5) Engum rissblöðum er útbýtt, notið auðu hliðar prófblaðanna.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-10-29 16:44:232024-10-29 16:44:42PRÓF TIL AMATÖRLEYFIS 2. NÓVEMBER
Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 31. október fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
.
Félagsaðstaða ÍRA og fjarskiptastöðin TF3IRA eru í þessu húsi við Skeljanes í Reykjavík.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-10-28 19:21:052024-10-28 19:23:58OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 31. OKTÓBER
Sigurður Jakobsson, TF3CW virkjaði félagsstöðina TF3W í CQ World Wide DX SSB keppninni helgina 26.-27. október.
Þrátt fyrir bilað Yagi loftnet á 20 m. varð útkoman frábær, alls 4.514 QSO og 2,858,458 heildarpunktar. Sjá meðfylgjandi yfirlitstöflu sem sýnir niðurbrot eftir böndum o.fl.
TF3W keppti í „Einmenningsflokki, án aðstoðar, á öllum böndum, fullu afli“. Sérstakar þakkir til Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW fyrir að virkja stöðina í keppninni.
Á hádegi í dag (mánudag) hafði keppnisgögnum verið skilað inn fyrir eftirtalin TF kallmerki: TF2MSN, TF3EK, TF3JB, TF3PKN, TF3T, TF3VS og TF3W. Önnur TF kallmerki sem heyrðust í keppninni: TF3SG og TF8KY.
Stjórn ÍRA.
TF3CW á hljóðnemanum frá TF3W í CQ WW DX SSB keppninni 2024.