Vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025 hefst fimmtudaginn 6. febrúar í Skeljanesi.
Þá mætir Kristján Benediktsson, TF3KB með erindi um „Alþjóðastarf radíóamatöra, m.a. IARU, NRAU og ITU“. Húsið opnar kl. 20:00 en Kristján byrjar stundvíslega kl. 20:30.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffið og tekur fram meðlæti.
Félagsmönnum er bent á að láta erindið ekki framhjá sér fara.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-02-02 15:23:442025-02-02 15:24:28TF3KB VERÐUR Í SKELJANESI 6. FEBRÚAR.
CQ WW RTTY WPX CONTEST. Keppnin stendur yfir laugardag 8. febrúar kl. 00:00 til sunnudags 9. febrúar kl. 23:59. Hún fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RST + raðnúmer. https://cqwpxrtty.com/rules.htm
FISTS SATURDAY SPRINT CW CONTEST. Keppnin stendur yfir laugardag 8. febrúar kl. 00:00 til kl. 23:59. Hún fer fram á CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð FISTS félaga: RST + nafn + FISTS nr. + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining). Skilaboð annarra: RST + nafn + „0“ + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining). https://fistsna.org/operating.php#sprints
SKCC WEEKEND SPRINTATHON CW CONTEST. Keppnin stendur yfir laugardag 8. febrúar kl. 12:00 til sunnudags 9. febrúar kl. 24:00. Hún fer fram á CW á 160, 80, 40. 20, 15, 10 og 6 metrum. Skilaboð: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + nafn + (SKCC nr./“NONE“) https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon
KCJ TOPBAND CONTEST, CW. Keppnin stendur yfir laugardag 8. febrúar kl. 12:00 til sunnudags 9. febrúar kl. 12:00. Hún fer fram á CW á 160 metrum. Skilaboð JA stöðva: RST + 2 bókstafir fyrir stjórnsýslusvæði. Skilaboð annarra: RST + CQ svæði. https://kcj-cw.com/j_index.htm
Eftir samráð innan stjórnar, hefur verið ákveðið að félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verði lokuð í kvöld, fimmtudag 30. janúar.
Ákvörðunin er tekin í ljósi mikillar ófærðar á svæðinu og áframhaldandi óvissu um veður og færð þegar líða tekur nær kvöldi.
Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður næst opin fimmtudag 6. febrúar n.k.
Stjórn ÍRA.
Suðaustanhríðarveður (Gult ástand). 30 jan. kl. 10:00 – 18:00. Suðaustan 15-23 m/s með snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni á fjallvegum, t.d. á Hellis- og Mosfellsheiði. Einnig búist við talsverðri hálku. Varasamt ferðaveður.
Suðaustanhríðarveður (Gult ástand). 30 jan. kl. 10:00 – 18:00. Suðaustan 15-23 m/s með snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni á fjallvegum, t.d. á Hellis- og Mosfellsheiði. Einnig búist við talsverðri hálku. Varasamt ferðaveður.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-01-30 12:21:312025-01-30 12:22:02LOKAÐ Í SKELJANESI 30. JANÚAR
Fremsta röð: Sæmundur Árnason TF3NEI, Gunnar B. Guðlaugsson TF5NN og Helgi Gunnarsson, TF3HG. Næsta röð:Daníel Smári Hlynsson TF3GOD, Birgir Freyr Birgisson TF3BF, Róbert Svansson TF3RS og Ríkharður Þórsson TF8RIX. Næst aftasta röð: Óskar Ólafur Hauksson TF3OH, Guðjón Már Gíslason TF3GMG og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID. Aftasta röð: Mathías Hagvaag TF3MH, Yngvi Harðarson TF3Y og Andrés Þórarinsson TF1AM. Ljósmynd: TF3KB.
Laugardaginn 25. janúar var móttaka fyrir nýja leyfishafa sem sem tóku þátt í námskeiði ÍRA til amatörprófs haustið 2024 og náðu prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis 2. nóvember s.l. Allir 14 hafa fengið úthlutað kallmerki hjá stofnuninni. Dagskráin var vel sótt; allir þeir nýliðar sem áttu heimangengt komu, alls 9 manns.
Birgir Freyr Birgisson, TF3BF; Daníel Smári Hlynsson, TF3GOD; Guðjón Már Gíslason, TF3GMG; Gunnar B. Guðlaugsson, TF5NN; Helgi Gunnarsson, TF3HG; Óskar Ólafur Hauksson, TF3OH; Ríkharður Þórsson, TF8RIX, Róbert Svansson, TF3RS og Sæmundur Árnason, TF3NEI.
Erindi fluttu þessir:
Yngvi Harðarson, TF3Y um aðstöðu félagsins í Skeljanesi og um starf ÍRA, (m.a. um fræðsludagskrá, fundi og námskeið (þ.m.t. til amatörprófs), heimasíðu, FaceBook síður, félagsritið CQ TF, ársskýrslu, árlega fjarskiptaviðburði, alþjóðlegar keppnir, endurvarpa, stafvarpa, radíóvita, gervihnattafjarskipti og helstu innanlandstíðnir á HF, VHF og UHF.
Kristján Benediktsson TF3KB tók síðan við og flutti glærukynningu og kynnti alþjóðastarf radíóamatöra, m.a. um IARU, NRAU og ITU. Undir dagskárliðnum fór fram afhending ítarefnis, þ.e. listi yfir valdar greinar sem birst hafa í CQ TF (einkum árin 2018-2024).
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS fjallaði um loggforrit, mikilvægi þeirra og möguleika og tók sem dæmi Logger32 rafræna dagbókarforritið sem hann sýndi með skjávörpunni. Síðan fjallaði hann almennt um QSL kort, notkun þeirra og sýndi sem dæmi ýmis kort frá sér og öðrum.
Eftir kaffi og spjall var farið upp í fjarskiptaherbergi þar sem Vilhjálmur og fleiri kynntu nýliðum tækin og útskýrðar voru hefðir í fjarskiptum radíóamatöra; hvernig farið er að því að hafa samband á SSB, og síðan fóru þeir allir níu í loftið, hver af fætur öðrum, og tóku nokkur sambönd hver á 10 metra bandinu. Ennfremur ræddi TF3KB bandskipan. Þetta var mjög vel heppnað.
Á eftir var farið í fundarsalinn, bætt á með kaffi. Þar sýndi Vilhjálmur, TF3VS hvernig FT8 fjarskipti fara fram. Til þess notaði hann tölvu og framendann/stjórnborðið á FlexRadio 6600 stöð (Maestro Control Console) sem gerði honum kleift að vera í fjarsambandi yfir netið við stöðvarhlutann heima í Kópavogi. Þetta heppnaðist vel og spunnust fjörugar umræður.
Þegar klukkan var að verða 15:00 var húsið yfirgefið. Ánægjulegur og vel heppnaður dagur. Þökk sé öllum fyrirlesurum, Andrési Þórarinssyni, TF1AM varaformanni fyrir að fyrir að stjórna dagskrá dagsins af röggsemi og Matthíasi TF3MH fyrir húsgæsluna og Sveini Goða TF3ID fyrir veitingar.
Stjórn ÍRA.
Yngvi Harðarson TF3Y.Mynd hægri: Kristján Benediktsson TF3KB. Ljósmynd: TF3Y. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS. . Ljósmynd: TF3KB.Allt að gerast í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Ljósmynd: TF1AM.Helgi Gunnarsson TF3HG kallar “CQ DX á 10 metra bandinu”. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS fylgist með. Ljósmynd: TF1AMRíkharður Þórsson TF8RIX kallar “CQ DX á 10 metra bandinu”. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS fylgist með. Aðrir á mynd: Guðjón Már Gíslason TF3GMG, Yngvi Harðarson TF3Y og Gunnar B. Guðlaugsson TF5NN.Ljósmynd: TF3KB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-01-29 09:23:152025-01-29 22:20:08MÓTTAKA FYRIR NÝJA LEYFISHAFA Í SKELJANESI.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-01-26 13:06:092025-01-26 13:06:10NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT.
Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 30. janúar fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
ÚR FÉLAGSSTARFINU FYRIR 50 ÁRUM. Sigurbjörn Þór Bjarnason „Doddi“ TF3SB og Kristinn Daníelsson TF3KD í fjarskiptatjaldi TF7V á Stórhöfða í Vestmannaeyjum; „Operation Big Head“ árið 1975. Þetta er ein af myndunum frá TF3KM (SK) sem hanga á vegg í fundarsal félagsins í Skeljanesi.
LABRE-RS Digi Contest. Keppnin stendur yfir laugardag 1. febrúar kl. 00:00 til sunnudags 2. febrúar kl. 20:59. Hún fer fram á FT4 og FT8 Digi á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: 4 stafa Maidenhead reitur (e. grid square). http://labre-rs.org.br/labre-rs-digi-contest/
10-10 Int. Winter Contest, SSB. Keppnin stendur yfir laugardag 1. febrúar kl. 00:01 til sunnudags 2. febrúar kl. 23:59. Hún fer fram á SSB á 10 metrum. Skilaboð 10-10 félaga: Nafn + 10-10 fél.númer + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining). Skilaboð annarra: Nafn + 0 + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining). https://www.ten-ten.org/index.php/activity/2013-07-22-20-26-48/qso-party-rules
Mexico RTTY International Contest. Keppnin stendur yfir laugardag 1. febrúar kl. 12:00 til sunnudags 2. febrúar kl. 23:59. Hún fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð stöðva í Mexíkó: RST + fylki í Mexíkó. Skilaboð annarra: RST og raðnúmer. https://rtty.fmre.mx
European Union DX Contest. Keppnin stendur yfir laugardag 1. febrúar kl. 12:00 til sunnudags 2. febrúar kl. 12:00. Hún fer fram á RTTY á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð stöðva í Evrópusambandinu: RS(T) + 2 bókstafir og 2 tölustafir (sjá lið 7 í reglum). Skilaboð annarra: RS(T) + ITU svæði (TF = 17). http://www.eudx-contest.com/rules/?doing_wp_cron=1737718456.4802460670471191406250
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-01-21 14:43:012025-01-21 14:43:48ALLS ERU KOMIN 14 NÝ KALLMERKI
Sigurður Harðarson, TF3WS hefur uppfært eldra efni um upphaf útvarps á Íslandi og gefið út í nýjum bæklingi. Bæklingurinn er 100 ára saga útvarps á Íslandi og hefur fengið nýtt nafn og breyst mikið með nýjum upplýsingum, En fyrsta formlega útsending útvarpsstöðvar hér á landi var 18. mars 1926.
Siggi segir m.a. „Í þessari nýju útgáfu er miklu nákvæmari lýsing á hvernig staðið var að uppsetningu fyrstu stöðvanna og t.d. saga Gook á Akureyri og fleira“. Vefslóð: http://www.ira.is/tf3ws-upphaf-utvarps-a-islandi/
Bæklingurinn er allur hinn glæsilegasti og er alls 43 bls. að stærð, vel myndskreyttur og má m.a. sjá efni sem birtist í 2. tbl. CQ TF 2018 og endurprentun greinar Sigurbjörns Þórs Bjarnasonar, TF3SB þáverandi ritstjóra CQ TF: „Loftskeytastöðin á Melunum“ en stöðin átti einmitt 100 ára afmæli 2018. Þakkir til Sigga Harðar að taka saman þetta áhugaverða efni.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-01-21 00:07:132025-01-21 00:17:08UPPHAF ÚTVARPS Á ÍSLANDI.