Kortastofa ÍRA vill koma á framfæri við félagsmenn að síðasti skiladagur QSL korta fyrir áramótahreinsun er 2. janúar 2014. Öll kort sem berast á árinu 2013 fram til 2. janúar 2014 verða send utan strax eftir áramót.
73,
Matthíasar Hagvaag, TF3MHN
Kortastofa ÍRA vill koma á framfæri við félagsmenn að síðasti skiladagur QSL korta fyrir áramótahreinsun er 2. janúar 2014. Öll kort sem berast á árinu 2013 fram til 2. janúar 2014 verða send utan strax eftir áramót.
73,
Matthíasar Hagvaag, TF3MHN
Sigurvin Jónsson hefur fengið úthlutað kallmerkinu TF3JV.
Stjórn ÍRA færir Sigurvin innilegar heillaóskir með nýtt kallmerki.
73
Guðmundur, TF3SG
Í kvöld kl. 20.00 verður boðið upp á heitt kakó og piparkökur í tilefni þess að ekki er langt til jóla. Ég hvet alla til þess að koma og eiga skemmtilega stund saman og ræða um málefni radíóamatöra.


Myndin tekin í gær fimmtudagskvöld 29. nóvember, Sigurbjörn, TF3SB skoðar gamla muni.
73
Guðmundur, TF3SG
Stefán Arndal, TF3SA settist fyrir framan tækin í CQ WW 2013 og sendi út á morsi kallmerki ÍRA, TF3W. Stefán hafði 1.659 sambönd í flokknum Single-Op Non-Assisted Band 10m
Claimed Score er 330.382

Nokkrar TF stöðva tóku þátt í CQ WW CW 2013. Upplýsingar um árangur verða færðar inn jafn óðum og þær berast. Athyglisverð er frammistaða TF3EO sem sendi inn logg í flokknum Single Operator ROOKIE, radíóamatör sem nýlega hefur fengið leyfi.
|
Kallmerki
|
160m
|
80m
|
40m
|
20m
|
15m
|
10m
|
samt.
|
áætluð stig
|
|
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| TF3AM | 69 | 101 | 102 | 84 | 85 | 85 | 526 | 229.632 | |
| TF3CW | 2.853 | 922.266 | |||||||
| TF3GB | 5 | 318 | 787 | 138 | 46 | 1.292 | 588.752 | ||
| TF3EO | 31 | 66 | 172 | 1 | 271 | 59.655 | |||
| TF3W | 1.659 | 358.820 | |||||||
| TF4M | CHECKLOG | ||||||||
| TF3VS | |||||||||
| TF3SG | 73 | 241 | 481 | 99 | 1 | 1 | 909 | 365.240 | |
| TF3DC | |||||||||
| TF3JB | CHECKLOG |
73
Guðmundur de TF3SG
Á stjórnarfundi í dag var sú breyting samþykkt að formaður ÍRA Guðmundur Sveinsson, TF3SG verður jafnframt gjaldkeri félagsins.
73
Guðmundur de TF3SG
35. HF-útileikarnir hafa verið gerðir upp.
Samkvæmt innsendum dagbókum hafa minnst 10 kallmerki verið í loftinu um verslunarmannahelgina frá 5 kallsvæðum.
Þetta er 8 kallmerkjum og 2 kallsvæðum færra en í fyrra. Af þessum 10 skiluðu 7 inn dagbók. Af þeim voru 4 með blandaða starfrækslu á morsi og tali en 3 á tali eingöngu. Engin á morsi eingöngu. Sigurvegari leikanna er Guðmundur Sveinsson, TF3SG. Hlýtur hann að launum áletraðan skjöld með upplýsingum um afrekið. Hann tók þátt flokki ER-stöðva.
Í öðru sæti er Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, með blandaða starfrækslu á ER og RA. Þar sem starfrækslan var að mestu í ER flokki, 17 sambönd af 22, telst hanní ER flokki. Í þriðja sæti í flokki ER stöðva er Kristinn Andersen, TF3KX, Í fjórða sæti í flokki ER stöðva er Ársæll Óskarsson, TF3AO, sem starfrækti TF2AO. Í fimmta sæti í flokki ER stöðva er Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA. Í fyrsta sæti í flokki RA stöðva er Bjarni Sverrisson, TF3GB og í öðru sæti í flokki RA stöðva er TF2LL/MM með starfrækslu á Grænlandshafi.
Nýjar dagbækur frá í fyrra eru frá TF3SG, TF3GB, TF2AO og TF2LL/MM
Samantekt vegna útileika 2013
|
Þáttakandi
|
Fj.ísl.kallm.
|
Kallsv.við
|
Kallsv.úr
|
Punktar
|
ER/RA margf.
|
Heildarstig
|
QSO
|
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| TF3SG | 8 | 5 | 0 | 500 | ER8 | 160.000 | 25 |
| TF3DX | 7 | 4 | 0 | 420 | ER8/ER5 | 87.360 | 22 |
| TF3GB | 7 | 5 | 0 | 260 | RA5 | 45.500 | 14 |
| TF3KX | 4 | 3 | 1 | 80 | ER8 | 10.240 | 5 |
| TF2AO | 3 | 3 | 1 | 100 | ER8 | 9.600 | 5 |
| TF3UA | 3 | 1 | 0 | 200 | ER8 | 4.800 | 10 |
| TF2LL/MM | 2 | 2 | 0 | 40 | RA5 | 800 | 2 |
Von mín er síðan sú að þátttakan verði ekki bara betri á næsta ári, heldur verði
menn duglegri að skila inn dagbókum. Það þarf ekki að reikna út stigin, áður en
dagbókinni er skilað og þetta má vera pár á blöðum. Við reynum að kreista út
upplýsingarnar eins og safa úr appelsínu.
Bjarni Sverrisson, TF3GB, sá um útreikningana og gerð viðurkenningarskjaldarins en
Brynjólfur Jónsson, TF5B sá um gerð viðurkenningarskjala fyrir þátttöku í leikunum.
F.h. dómnefndar,
Bjarni Sverrisson, TF3GB
Í kvöld fór fram uppgjör TF útileika 2013. Þeir þátttakendur sem á staðnum voru fengu við það tækifæri afhent skjöl því til staðfestingar. Efsti maður TF útileika 2013, Guðmundur Sveinsson TF3SG fékk við það tækifæri veglegan platta. Nánar verður sagt frá uppgjöri TF útileika síðar. Strax á eftir voru nýjum heiðursfélögum ÍRA, þeim Kristjáni Benediktssyni, TF3KB og Vilhjálmi Þ. Kjartanssyni, TF3DX afhent skjöl því til staðfestingar ásamt gullmerki félagsins.

TF3DX TF3GD og TF3KB

TF3DX og TF3KB
CQ WW DX SSBSingle-Op High 15 Meters / Europe |
||
1 TF3CW...........1,315,800 2 YL2SM...........1,294,210 3 SN5X............1,141,973 (SP5GRM) 4 EA4KR...........1,114,245 5 S50A............1,096,522 6 OH0V............1,033,884 (OH6LI) 7 E71A..............881,830 8 DL4MCF............757,064 9 EA1FDI............755,906 10 S57C..............729,600 |
||


ágætu félagar ÍRA, innan okkar raða eru nokkrir af flinkustu amatörum og fjarskiptamönnum þessarar veraldar…
eflum og styrkjum samkenndina í okkar röðum, við erum allir jafnir, allir hafa eitthvað til síns ágætis.
ps muniði að smella á like þið sem hafið aðgang að síðunni…
Sælir félagar,
Næstkomandi fimmtudag 7. nóvember eru á dagskrá tveir dagskráliðir, annars vegar, að afhenda þeim Kristjáni Benediktssyni, TF3KB og Vilhjálmi Þ. Kjartanssyni, TF3DX skjöl til staðfestingari heiðursfélaga ÍRA, ásamt því að afhenda viðurkenningar fyrir þáttöku í CQ TF útileikum félagsins. Gert er ráð fyrir að dagskrá hefjist 20:30.
73
Guðmundur de TF3SG
Sú breyting hefur orðið á skipan stjórnar ÍRA að Benidikt Sveinsson hefur sagt af sér störfum. Fyrir ÍRA er mikil eftirsjá sem við horfum á eftir Benedikt úr stórn. Hann hefur verið ötull og ósérhlífinn í öllum þeim störfum sem hann hefur tekið að sér fyrir félagið og skiptir þá ekki hvort um er að ræða störf hans við loftnetsuppsetningar, viðhaldi og starfrækslu heimasíðu félagsins eða öðru sem að félaginu snýr. Sem formaður ÍRA þakka ég Benedikt fyrir störf hans í þágu félagsins sem eru óaðfinnanleg og virði ákvörðun hans.
Guðmundur de TF3SG