Uppfærð staða fyrir nokkrar af eftirsóttustu viðurkenningum radíóamatöra:

CQ 5 banda Worked All Zones (5BWAZ):
TF3DC: 174 svæði; TF4M: 188 svæði og TF5B: 158 svæði.

CQ WPX Award of Excellence:
TF3Y (ásm. sérviðurkenningum fyrir 12, 17m, 30M) og TF8GX.

CQ USA COUNTIES AWARD:
TF4M (USA-500) og TF5B (USA-500).

ARRL DXCC 5 banda DXCC (5BDXCC):
TF3DC; TF3JB; TF3Y og TF4M.

ARRL DXCC Challenge:
TF2LL; TF3DC; TF3JB; TF3Y; TF4M; TF5B og TF8GX.

ARRL DXCC HEIÐURSLISTI:
TF3Y (344 DXCC einingar).

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

https://drive.google.com/file/d/1xVpo8UxpBLv3_29oyLQ48Z6ePAKmuOO1/view

Skilyrðin á HF hafa verið áhugaverð að undanförnu. Hærri böndin hafa lifnað og 12 metra bandið var t.d. opið í gær (6. nóvember) og 10 metrarnir við það að opnast.

Flux‘inn (SFI) stóð í 94 í morgun (7. nóvember) og er sama gildi spáð fyrir tvo næstu daga, sunnudag og mánudag. Þetta hæsta gildi sem hefur sést í meir en þrjú ár.

Sólblettafjöldi stendur í dag í 35.

https://www.solarham.net/

https://dx.qsl.net/propagation/

CQ World Wide DX SSB keppnin fór fram 24.-25. október s.l. 7 TF stöðvar skiluðu gögnum, 4 í jafn mörgum keppnisflokkum og 3 samanburðar-dagbókum (check-log).

Bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) liggja fyrir frá keppnisnefnd samkvæmt áætlaðri stöðu í viðkomandi keppnisflokki yfir heiminn (H) og áætlaðri stöðu yfir Evrópu (EU). Endanlegar niðurstöður verða birtar í maíhefti CQ tímaritsins 2021.

TF8TY, einmenningsflokkur, 20 metrar, háafl – 150/H; 61/EU.
TF3T, einmenningsflokkur, 80 metrar, háafl – 26/H; 19/EU.
TF8KY, einmenningsflokkur, öll bönd, háafl – 538/H; 232/EU.
TF2MSN, einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl – 421/H; 268/EU.

Samanburðardagbækur bárust frá TF3IRA (TF3DC op.), TF3SG og TF3VS.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

https://cqww.com/raw.htm?mode=ph

.

Benedikt Sveinsson TF3T var með bestan árangur TF stöðva í CQ WW DX SSB keppninni 2020. Hann keppti í einmenningsflokki, 80 metrum, háafli. Meðfylgjandi mynd var tekin í fjarskiptaherbergi TF3IRA í Skeljanesi fyrir nokkrum árum. Ljósmynd: TF3JB.

CQ WOLRD WIDE DX SSB keppnin fór fram 24.-25. október s.l. Gögnum var skilað inn fyrir 7 TF kallmerki í 4 keppnisflokkum, auk samanburðardagbóka:

TF8TY, einmenningsflokkur, 20 metrar, háafl.
TF3T, einmenningsflokkur, 80 metrar, háafl.
TF8KY, einmenningsflokkur, öll bönd, háafl.
TF2MSN, einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl.

TF3IRA (TF3DC op.), samanburðardagbók (check-log). 
TF3SG, samanburðardagbók (check-log).
TF3VS, samanburðardagbók (check-log).

Bráðabirgðaniðurstöður munu liggja fyrir fljótlega en endanlegar niðurstöður verða birtar í CQ tímaritinu í maí n.k.

Skilyrðin á HF hafa verið áhugaverð að undanförnu. Hærri böndin ættu að lifna frekar næstu daga, en Flux‘inn (SFI) stendur í 88 í dag (29. október). Spáð er sama gildi fyrir tvo næstu daga, föstudag og laugardag. Þetta hæsta gildi í þrjú ár!

Sólblettafjöldi stendur í dag í 36 samanborið við 22 í gær og 11 í fyrradag (þriðjudag).

https://www.solarham.net/

Í byrjun mánaðarins hannaði Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS nýtt QSL kort fyrir kallmerki ÍRA, TF3WARD og var Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins með í ráðum.

Ákveðið var að prenta upplag af kortinu til bráðabirgða til að afgreiða fyrirliggjandi beiðnir og fékk Mathías kortin afhent í dag, 28. október. Ársæll Óskarsson, TF3AO mun síðan hafa milligöngu um prentun kortsins hjá Gennady, UX5UO í vor.

Kallmerkið verður næst virkjað 18. apríl 2021 á Alþjóðadag radíóamatöra og er til skoðunar að félagsstöðin verði jafnvel QRV fleiri daga heldur en eingöngu á afmælisdaginn sjálfan.

Mathías Hagvaag TF3MH QSL stjóri ÍRA var ánægður með kortin og sagði þau væru vel nothæf til að byrja með. Ljósmynd: TF3JB.

Stærsta keppnishelgi ársins er framundan, CQ WW DX SSB keppnin 2020.

Nýjasta skilyrðaspáin frá NOAA er ekki beint uppörvandi því hún gerir ráð fyrir 5 í K-gildi. Það jákvæða í stöðunni er þó, að eldri spár höfðu spáð segulstormi (þ.e. K-6 og hærra).

Bjartsýnisviðhorfið er að spár ganga ekki alltaf eftir.

https://www.swpc.noaa.gov/products/27-day-outlook-107-cm-radio-flux-and-geomagnetic-indices

Stjórn félagsins hefur ákveðið að félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verði lokuð næstu þrjá fimmtudaga, þ.e. 22. og 29. október og 5. nóvember n.k. Engin starfsemi verður í húsnæðinu á okkar vegum, þar til annað verður ákveðið.

Ástæðan er ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tekur gildi á morgun, 20. október með gildistíma til 10. nóvember n.k. Hertar sóttvarnarreglurnar snúast m.a. um fjöldatakmörkun m.v. 20 manns og að tryggja skuli að hægt sé að hafa 2 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.

Sá möguleiki hefur verið ræddur að bjóða upp á starfsemi á vegum félagsins á netinu verði farsóttin mikið lengur þetta alvarleg. En fari allt á besta veg verður auglýst opnun á ný fimmtudaginn 12. nóvember.

Það er von okkar að þessari ákvörðun fylgi ríkur skilningur.

Stjórn ÍRA.

CQ WOLRD WIDE DX SSB keppnin 2020 er framundan, helgina 24.-25. október n.k. Þetta er stærsta SSB keppni ársins og er búist við allt að 50 þúsund þátttakendum. Reiknað er með, að vegna batnandi skilyrða og fyrir áhrif COVID-19 verði met þátttaka í ár.

Um er að ræða 48 klst. viðburð sem hefst kl. 00:00 laugardaginn 24. október og lýkur kl. 23:59 á sunnudaginn 25. október. Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Í boði eru fjölmargir keppnisriðlar, bæði fyrir einmennings- og fleirmenningsþátttöku (sjá reglur).

Íslenskir leyfishafar hafa heimild til að nota tíðnisviðið 1850-1900 kHz á víkjandi grunni í tilraunaskyni í tilgreindum alþjóðlegum keppnum, þ.á.m. í þessari keppni. G-leyfishafar mega jafnframt nota allt að 1kW (fullt afl). Sjá nánari upplýsingar í Ársskýrslu ÍRA 2020, bls. 93-94.Vefslóð:  http://www.ira.is/wp-content/uploads/2020/02/15022020-Ársskýrsla-2019-20-pdf.pdf

Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum góðs gengis.

Keppnisreglur:  https://www.cqww.com/rules.htm

Scandinavian Activity Contrest (SAC) SSB keppnin 2020 fór fram helgina 10.-11. október s.l. Þrjár TF stöðvar skiluðu inn gögnum í þremur keppnisflokkum. Ekki er gerður greinarmunur í röðun innan keppnisflokka hvort aðstoð var nýtt eða ekki.

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum (claimed score) eru niðurstöður eftirfarandi:

2. sæti – TF3W (TF3CW op.); einmenningsflokkur, 20M, háafl.
4. sæti – TF3T; einmenningsflokkur, 80M, háafl.
76. sæti – TF8KY; einmenningsflokkur, Öll bönd, háafl.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

https://www.sactest.net/blog/result/region_results.php?&mode=SSB&region=73&claimed=1