Entries by TF3JB

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 9. OKTÓBER.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 9. október á milli kl. 20 og 22. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin og Sveinn Goði […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 11.-12. OKTÓBER.

OCEANIA DX CONTEST, CW.Keppnin er haldin laugardag 11. október kl. 06:00 til sunnudags 12. október kl. 06:00.Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð: RST + raðnúmer.https://www.oceaniadxcontest.com SCANDINAVIAN ACTIVITY CONTEST, SSB.Keppnin er haldin laugardag 11. október kl. 12:00 til sunnudags 12. október kl. 12:00.Keppnin fer fram á SSB á […]

,

CQ TF – ÚTGÁFU SEINKAR.

Samkvæmt útgáfuáætlun átti 4. tölublað félagsblaðsins CQ TF að koma út í í dag, sunnudag 5. október. Af óviðráðlegum ástæðum hefur ritnefnd blaðsins ákveðið að seinka útgáfunni til 19. október n.k. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu sem er til komin vegna veikinda. Stjórn ÍRA.

,

NÝR ENDURVARPI Á ÞRÁNDARHLÍÐARFJALLI.

Benedikt Guðnason, TF3TNT, Guðjón Egilsson, TF3WO og Georg Kulp, TF3GZ gerðu góða ferð þann 3. október á Þrándarhlíðarfjall. Tengdur var nýr ICOM VHF endurvarpi og sett upp Kathrein 2-tvípóla VHF loftnet á fjallinu. Kallmerkið er TF5RPG. Tíðnir: 145.775 /145.175 MHz (TX/RX). Notaður er 88,5 Hz tónn inn. Nýi endurvarpinn er tengdur við Mýrar. Þrándarhlíðarfjall er […]

,

OPIÐ VAR Í SKELJANSI 2. OKTÓBER.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 2. október. Góðar umræður voru um m.a. um sendi-/móttökustöðvar á HF og VHF/UHF og tilheyrandi búnað, en gengi dollars er afar hagstætt um þessar mundir (um 120 kr. USD samkvæmt meðalgengi Seðlabanka Íslands). Einnig eru heimasmíðar á fullu hjá mörgum, þ.á.m. smíði á aflgjöfum, loftnetum (á […]

,

LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER Í SKELJANESI.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mun standa fyrir „dótadegi“ í Skeljanesi laugardaginn 4. október kl. 13-16. Ari Þórólfur mætir aftur með RigExpert AA-3000 lofnets- og kapalsmælinn sem nú verður tengdur við skjávarpa svo allir geti fylgst með niðurstöðum. Í boði verður að mæla loftnet og/eða kóaxkapla sem menn taka með sér á staðinn. Tengin þurfa að […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI.

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) dagana 21.-28. september 2025. Alls fengu 19 TF kallmerki skráningar. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT4 og FT8) en einnig á morsi (CW), tali (SSB) og RTTY. Bönd: 10, 12, 15, 17, 20, 30, 40 og 80 metrum. Kallmerki fær […]

,

NÁMSKEIÐ ÍRA BRÁTT HÁLFNAÐ.

Námskeið ÍRA til amatörprófs sem haldið er í Háskólanum í Reykjavík verður hálfnað eftir þessa kennsluviku; þann 1. október. Námskeiðið hefur gengið vel og eru umsagnir þátttakenda mjög jákvæðar. Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA heimsótti þátttakendur í kennslustofu M117 í gær, mánudag 29. september og ræddi við þá áður en kennsla hófst hjá Ágústi Sigurðssyni, […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 2. OKTÓBER.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 2. október á milli kl. 20 og 22. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin liggja frammi. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin […]

,

TF3W Í CQ WW DX RTTY KEPPNINNI 2025.

Félagsstöðin TF3W var virkjuð af þeim Ársæli Óskarssyni, TF3AO og Jóni Gunnari Harðarsyni, TF3PPN í CQ World Wide DX RTTY keppninni helgina 27.-28. september. Skilyrði voru ágæt og voru alls höfð 1.935 sambönd. Sérstakar þakkir til þeirra félaga fyrir þátttöku í keppninni og þennan ágæta árangur. Stjórn ÍRA.