Entries by TF3JB

,

Námskeið fyrir próf til amatörleyfis, skráning

Stjórn Í.R.A. samþykkti nýlega á fundi sínum, að félagið bjóði á næstunni upp á námskeið til undirbúnings amatörprófs. Fyrirhugað er að námskeiðið standi yfir um 10 vikna skeið, frá febrúar til apríl n.k. og ljúki með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar laugardaginn 4. maí 2013. Námskeiðið verður kvöldnámskeið og verður kennt tvö kvöld í viku, 2 kennslustundir í senn. […]

,

Góður árangur í CQ WW miðað við skilyrði

            Vitað er um a.m.k. fimm TF kallmerki sem voru QRV í CQ World-Wide DX morskeppninni sem haldin var um s.l. helgi, 24.-25. nóvember, þ.e. TF2CW, TF3SG, TF3VS, TF4X og TF8GX.TF2CW keppti í einmenningsflokki á 14 MHz, háafli, aðstoð og hafði alls 3.059 QSO. TF4X (ops: G3SWH, N3ZZ, WA6O, UA3AB, TF3DC og TF3Y) keppti í […]

,

TF3GL verður með fimmtudagserindið 29. nóv

Guðmundur Löve, TF3GL, flytur næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá Í.R.A. Það verður haldið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi þann 29. nóvember n.k. kl. 20:30. Umræðuefnið er: Áhugaverðar nýjungar í endurvarpsstöðvum radíóamatöra á VHF/UHF. Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar verða í boði félagsins.

,

Fréttir úr Skeljanesi í nóvember

Nýr tengiliður Í.R.A. gagnvart LoTW. Undirbúningur vetrardagskrár Í.R.A. janúar-apríl 2013. Tilflutningur í fundarsal í Skeljanesi. Merkingar í fjarskiptaherbegi. Nýr tengiliður gagnvart LoTW. Mathías Hagvaag, TF3-Ø35, var formlega skipaður tengiliður Í.R.A. gagnvart Logbook of the World, LoTW, á stjórnarfundi í félaginu þann 6. nóvember s.l. Mathías tók við verkefninu til bráðabirgða þann 2. október s.l. þegar Ársæll Óskarsson, TF3AO, óskaði eftir […]

,

TF3JB verður á 3. sunnudagsopnun vetrarins

3. sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 25. nóvember n.k. kl. 10:30 í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Jónas Bjarnason, TF3JB, mætir í sófaumræður og er yfirskriftin: Reglugerðarmál. Veitt verður yfirlit yfir reglugerðir um starfsemi radíóamatöra hér á landi frá upphafi og stiklað á stóru, en m.a. staðnæmst reglugerðina 1977 þegar við fengum m.a. “restina” af 80 metra bandinu, SSTV og […]

,

CQ WW morskeppnin 2012 er um helgina

CQ World-Wide DX CW keppnin 2012 verður haldin um næstu helgi, dagana 24.-25. nóvember. Keppnin er 48 klst. keppni og hefst kl. 00:00 á laugardag og lýkur kl. 23:59 á sunnudag. CQ World-Wide er fram á öllum böndum, þ.e. 80, 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Í boði eru fjölmargir keppnisriðlar, bæði fyrir einmennings- og fleirmenningsþáttöku […]

,

TF1RPB QRV á nýju loftneti

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI, fékk far í Bláfjöll í morgun, 20. nóvember. Við það tækifæri var endurvarpi félagsins, TF1RPB („Páll”), tengdur yfir á ¼-bylgju GP loftnet þar á staðnum sem félagið fékk heimild til að nota. Um leið var APRS stafvarpinn TF1APB, tengdur á ný, nú við það loftnet sem TF1RPB hafði notað áður. Báðir varparnir eru nú QRV […]

,

Erindi hefur borist frá Póst- og fjarskiptastofnun

Í.R.A. hefur borist erindi frá Póst- og fjarskiptastofnun dags. 14. nóvember þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er veitt framlengd tímabundin heimild til notkunar á tíðnisviðinu 70.000-70.200 MHz (4 metrum). Heimildin er veitt í tilraunaskyni með eftirfarandi skilyrðum: 1. Hámarks bandbreidd er 16 kHz; engin skilyrði hvað varðar mótun. 2. Hámarks útgeislað afl er 100W. 3. […]

,

DVD heimildarmynd frá HKØNA á fimmtudag

Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins verður haldinn fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20:30 í Skeljanesi. Þá verður sýnd DVD heimildarmynd frá DX-leiðangrinum til Malpeolo Island, HKØNA, sem farinn var dagana 21. janúar til 6. febrúar 2012. Leiðangurinn hafði alls 195,292 QSO. Sýningarstjóri verður Guðmundur Sveinsson, TF3SGog er sýningartími myndarinnar 51 mínúta. Sýningin er í boði Brynjólfs Jónssonar, TF5B, sem jafnframt færir félaginu mynddiskinn til eignar. […]

,

Erindi hefur borist frá Póst- og fjarskiptastofnun

Í.R.A. hefur borist erindi frá Póst- og fjarskiptastofnun dags. 13. nóvember þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er veitt framlengd tímabundin heimild til notkunar á tíðnisviðinu 5260-5410 kHz (60 metrum). Heimildin er veitt í tilraunaskyni með eftirfarandi skilyrðum: 1. Leyfilegar mótunaraðferðir eru 3K0J3E (USB), 100H0A1A (CW) og 60H0J2B (PSK-31). 2. Hámarks útgeislað afl er 100W (20dBW). […]