PRÓF PÓST- OG FJARSKIPTASTOFNUNAR
Próf PFS til amatörleyfis fór fram í félagsaðstöðu ÍRA í dag, 5. júní. Alls þreyttu fimm prófið. Fjórir náðu fullnægjandi árangri, þar af þrír til G-leyfis og einn til N-leyfis. Prófnefnd ÍRA annaðist framkvæmd að viðstöddum fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar. Prófað var í raffræði og radíótækni og reglum og viðskiptum. Prófið hófst kl. 10 árdegis […]
