Entries by TF3JB

,

NÁMSKEIÐ ÍRA TIL AMATÖRPRÓFS.

Námskeið ÍRA til undirbúnings prófs til amatörleyfis verður haldið 15. september til 28. október í Háskólanum í Reykjavík. Um er að ræða 6 vikna námskeið sem lýkur með prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis, laugardaginn 1. nóvember. Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður í HR á mánudögum, […]

,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 14. ÁGÚST.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 14. ágúst. Sérstakir gestir félagsins voru þau Bob Staar, LX1BS og XYL Eva. Hann færði okkur m.a. félagsfána Radio-amateurs du Luxembourg (RL), eintak af félagsblaði þeirra sem kemur út 4 sinnum á ári [eins og CQ TF] og félagsmerki RL. Bob fékk borðfána ÍRA afhentan og […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI.

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) dagana 3.-12. ágúst 2025. Alls fengu 13 TF kallmerki skráningar. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8) en einnig á morsi (CW) og tali (SSB). Bönd: 6, 15, 17, 20 og 30 metrum. Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur […]

,

ENDURVARPINN TF3RPI ER ÚTI.

Stafræni endurvarpinn TF3RPI (QRG 439.950) í Bláfjöllum er úti og er hvorki virkur á RF eða yfir netið. Endurvarpinn hefur gátt yfir netið út í heim og notast við D-STAR fjarskipti. Málið er til athugunar. Stjórn ÍRA.

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 14. ÁGÚST.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 14. ágúst á milli kl. 20 og 22. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin liggja frammi. QSL stjóri TF-ÍRA Bureau verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin. Sveinn […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 16.-17. ÁGÚST.

SARTG WW RTTY CONTEST.Keppnin er haldin á laugardag 16. ágúst kl. 00-08 og 16-24 og kl. 08-16 sunnudag 17. ágúst.Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð: RST + raðnúmer.https://www.sartg.com/contest/wwrules.htm RUSSIAN DISTRICT AWARD CONTEST.Keppnin hefst á laugardag 16. ágúst kl. 08:00 og lýkur á sunnudag 17. ágúst kl. 08:00.Keppnin fer […]

,

GUÐRÚN HANNESDÓTTIR, TF3GD ER LÁTIN.

Guðrún Hannesdóttir, TF3GD hefur haft sitt síðasta QSO; merki hennar er hljóðnað. Samkvæmt upplýsingum frá Vilhjálmi Þór Kjartanssyni, TF3DX eiginmanni hennar lést hún sunnudaginn 3. ágúst. Banamein var krabbamein. Guðrún var á 78. aldursári og handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 296. Um leið og við minnumst Guðrúnar með þökkum og virðingu færum við Vilhjálmi Þór og […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 7. ÁGÚST.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti kl. 20:00 til 22:00 fimmtudaginn 7. ágúst. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Matías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri TF-ÍRA Bureau verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin. Sveinn Goði Sveinsson, […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 9.-10. ÁGÚST.

WAE DX CONTEST, CW.Keppnin hefst laugardag 9. ágúst kl. 00:00 og lýkur sunnudag 10. ágúst kl. 24:00.Keppnin fer fram á CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð: RST + raðnúmer.https://www.darc.de/der-club/referate/conteste/wae-dx-contest/en YB BEKASI MERDEKA CONTEST.Keppnin hefst laugardag 9. ágúst kl. 12:00 og lýkur sunnudag 10. ágúst kl. 11:59.Keppnin fer fram á CW og SSB […]

,

TF ÚTILEIKUNUM 2025 ER LOKIÐ.

TF útileikunum 2025 lauk á hádegi í dag (mánudag 4. ágúst) á verslunarmannafrídaginn. Alls voru skráð til leiks 14 TF kallmerki, þar af voru 12 sett í loftið og tóku þátt. Samkvæmt upplýsingum á leikjavefnum varð Einar Kjartansson, TF3EK í 1. sæti; Kristján J. Gunnarsson, TF4WD í 2. sæti og Eiður Kristinn Magnússon, TF1EM í […]