,

APRS virkt á ný í Bláfjöllum

TF2SUT og TF3JA fóru í Bláfjöll um kvöldmatarleytið í gær og settu upp nýtt loftnet á APRS stafapéturinn, TF3APB. Sett var upp Kathrein tveggja staka loftnet sem vísar í austurátt og inná suðurhluta miðhálendis landsins. Búnaðurinn virkar vel að því er virðist við fyrstu prófanir. Loftnetið hafði brotnað og fokið út í veður og vind snemma vetrar. Stafavarpinn vann samt sem áður í allan vetur á slitnum RG-58 kóax en með mjög skertri ruglingslegri virkni sem skýrist af sveiflandi kóaxenda í ýmsum veðrum og vindum. Hér fyrir neðan er vindhraðakúrfa við Bláfjallaskála síðasta sólarhring. Verkinu lauk uppúr níu í gærkvöldi. Ekki verður sagt annað en að þjónusta Bláfjallastarfsfólks hafi verið frábær því þegar þeir sáu eftir að lyftum hafði verið lokað að einn lítill rauður Yaris stóð eftir mannlaus á bílastæðinu og óveður í aðsigi fundu þeir út með hjálp lögreglu hver var á bílnum og hringdu til að kanna hvort ekki væri allt í lagi. Svo vel vildi til að þeir TF2SUT og TF3JA voru þá eimmitt að týa sig til heimferðar og eins og hendi væri veifað kom Bláfjallastarfsmaður á vélsleða og skutlaði þeim niður á bílastæðið ásamt öllum búnaði í tveimur ferðum. Í vor er á döfinni loftbelgjaflug og jafnvel eldflaugarskot hér á skerinu.

Vindhraði við Bláfjallaskála

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × 4 =