Bestu óskir til félagsmanna og fjölskyldna þeirra um gleðilegt sumar!

Bent er á að opið verður í félagsaðstöðunni í Skeljanesi í kvöld, fimmtudag 24. apríl.

Þá mætir Benedikt Sveinsson, TF3T með erindið „EME (Earth-Moon-Earth) tilraunir á 50 MHz og ofar í tíðnisviðinu“. Húsið opnar kl. 20:00 og byrjar Benedikt stundvíslega kl. 20:30.

QSL stjóri fór í hólfið í gær og verður búinn að flokka kortasendingar og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi og tekur fram meðlæti.

Félagsmönnum er bent á að láta erindið ekki framhjá sér fara.

Verið velkomin í Skeljanes á sumardaginn fyrsta!

Stjórn ÍRA.

Kiwi SDR viðtækið yfir netið við Elliðavatn varð virkt á ný í gær, 22. apríl. Vefslóð: http://kop.utvarp.com/

Viðtækið hafði verið úti í nokkra daga, en þeir Georg Kulp, TF3GZ og Hrafnkell Sigurðsson björguðu málinu snarlega í gær. Sérstakar þakkir til þeirra beggja.

Önnur viðtæki yfir netið sem eru virk um þessar mundir eru Kiwi SDR viðtæki á Sauðárkróki og Kiwi SDR VHF viðtækið í Reykjavík. Vefslóðir: http://krokur.utvarp.com/ og http://vhf.utvarp.com/

KiwiSDR viðtækin vinna frá 10 kHz upp í 30 MHz. Hægt er að hlusta á AM, FM, SSB og CW sendingar og má velja bandbreidd sem hentar hverri mótun. Allt að átta notendur geta verið skráðir inn á viðtækið samtímis. KiwiSDR VHF viðtækið er tengt til hlustunar á 144-146 MHz. Ath. að velja þarf: Amatör og NBFM þegar viðtækið er opnað.

Stjórn ÍRA þakkar verðmætt framlag. Hér um að ræða mikilvæga viðbót fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.

Stjórn ÍRA.

KiwiSDR viðtækið er staðsett í þessu bátaskýli við Elliðavatn. Ljósmynd: TF3GZ.

Vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025 heldur áfram fimmtudag 24. apríl í Skeljanesi.

Þá mætir Benedikt Sveinsson, TF3T með erindið „EME (Earth-Moon-Earth) tilraunir á 50 MHz og ofar í tíðnisviðinu“. Húsið opnar kl. 20:00 og byrjar Benedikt stundvíslega kl. 20:30.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi og tekur fram meðlæti.

Félagsmönnum er bent á að láta erindið ekki framhjá sér fara.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

SP DX RTTY CONTEST.
Keppnin stendur yfir laugardag 26. apríl kl. 12:00 til sunnudags 27. apríl kl. 12:00.
Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð SP stöðva: RST + 2 bókstafir fyrir hérað (e. province).
Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.
https://pkrvg.org/strona,spdxrttyen.html

UK/EI DX CONTEST, CW.
Keppnin stendur yfir laugardag 26. apríl kl. 12:00 til sunnudags 27. apríl kl. 12:00.
Keppnin fer fram á CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð UK/EI stöðva: RST + raðnúmer + staðarkóði (e. district code).
Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.
https://www.ukeicc.com/dx-contest-rules.php

HELVETIA CONTEST.
Keppnin stendur yfir laugardag 26. apríl kl. 13:00 til sunnudags 27. apríl kl. 13:00.
Keppnin fer fram á CW, SSB, Digital á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð HB stöðva: RS(T) + 2 bókstafir fyrir sýslu (e. canton).
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
https://contestlog.uska.ch/submit

Alþjóðadagur radíóamatöra er í dag, 18. apríl.

Í dag eiga IARU, alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra 100 ára afmæli en samtökin voru stofnuð í París árið 1925 þegar saman komu í Sorbonne háskóla u.þ.b. 250 fulltrúar frá 23 þjóðlöndum. Aðildarfélög IARU eru í dag um 180 talsins og fjöldi leyfishafa er yfir 3 milljónir um allan heim.

ÍRA mun halda upp á daginn með því að virkja félagsstöðina í Skeljanesi og verður kallmerkið TF3WARD sett í loftið. Viðskeytið stendur fyrir „World Amateur Radio Day“. Með árlegri virkjun þessa kallmerkis (frá 2020) höfum við fetað í fótspor systurfélaganna á Norðurlöndum (og víðar) sem starfrækja sérstök kallmerki með hliðstæðum viðskeytum til að halda upp á stofndag IARU.

Hamingjuóskir til íslenskra radíóamatöra með daginn!

Stjórn ÍRA.

https://www.iaru.org/on-the-air/world-amateur-radio-day/?fbclid=IwY2xjawJu-pleHRuA2FlbQIxMQABHmh_bugICwnAgn7bJzZx0k6bsEf6DlbGpozClEHBSwbyW-ncShUlw_QOgcur_aem_l7FVsdhjNWEzeLk9mpY7dw

Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum gleðilegrar páskahátíðar. Við vonum að þessir dagar bjóði upp á góðar stundir í faðmi fjölskyldunnar.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður lokuð fimmtudaginn 17. apríl en þá er skírdagur sem er almennur frídagur.

Félagsaðstaðan verður næst opin fimmtudag 24. apríl þegar Benedikt Sveinsson, TF3T mætir í Skeljanes með erindið „EME (Earth-Moon-Earth) tilraunir á 50 MHz og ofar í tíðnisviðinu“.

Stjórn ÍRA.

Líkt og undanfarin ár, verður félagsaðstaðan í Skeljanesi lokuð um páskana en fimmtudagur 17. apríl er skírdagur sem er almennur frídagur.

Næst verður opið í Skeljanesi fimmtudaginn 24. apríl. n.k.

Stjórn ÍRA.

WORLD WIDE HOLYLAND CONTEST.
Keppnin stendur yfir föstudag 18. apríl kl. 21:00 til laugardags 19. apríl kl. 20:59.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð 4X stöðva: RS(T) + svæði (e. area).
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
https://tools.iarc.org/wwhc/#/rules

ES Open HF Championship.
Keppnin stendur yfir laugardaginn 19. apríl kl. 05:00 til kl 08:59.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80 og 40 metrum.
Skilaboð: RS(T) + raðnúmer.
https://erau.ee/images/LL/ES-Open_rules.pdf

Worked All Provinces of China DX Contest.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð BY stöðva: RS(T) + 2 bókstafir (e. province).
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
http://www.mulandxc.com/index/match_info?id=9

Dutch PACCdigi Contest.
Keppnin fer fram á FT4/8 og RTTY á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð PA stöðva: RST + 2 bókstafir (e. province).
Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.
https://www.veron.nl/vereniging/commissies-en-werkgroepen/traffic-bureau/hf-contesten/paccdigi-rules

CQMM DX CONTEST.
Keppnin fer fram á CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð allra stöðva: RST + meginland (e. continent abbreviation).
Skilaboð CWJF félaga: RST + meginland (e. continent abbreviation) + „M“.
Skilaboð QRP stöðva: RST + meginland (e. continent abbreviation) + „Q“.
Skilaboð YL stöðva: RST + meginland (e. continent abbreviation) + „Y“
Fjölm.stöðvar, klúbbstöðvar og keppnishópar: RST + meginland (e. continent abbreviation) + „C“
https://www.cqmmdx.com/rules

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Opið hús var í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 10. mars.

Rætt var um fjarskiptin, m.a. á 6 metrum sem þegar eru byrjaðir að „lifna“ þetta vorið. Einnig var rætt um loftnet, m.a. mismunandi loftnet á VHF og UHF, en sumir félaganna hafa verið að gera tilraunir um endurvarpann á 145.650 MHz með drægni handstöðva sem hafa komið ótrúlega vel út. Einnig ræddu menn um skilyrðin á HF sem ekki hafa verið sérstaklega góð undanfarnar vikur.

Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL mætti á staðinn nýkominn úr löngu ferðalagi, m.a. til Kyrrahafslanda. Viðstaddir voru sammála um, að gaman væri að fara þess á leit við hann að mæta eitthvert fimmtudagskvöldið og segja okkur ferðasöguna, en hann hafði með sér HF stöð og loftnet og var QRV frá mörgum fjarlægum löndum.

Sérstakur erlendur gestur félagsins þetta kvöld var John R. Silva, N3AM frá Maryland í Bandaríkjunum. Hann hafði verið í sambandi við Óskar Sverrisson, TF3DC sem sótti hann á hótelið. John er mikill CW maður og var afar ánægður með aðstöðu félagsins og loftnetakost félagsstöðvarinnar. Hann hafði meðferðis QSL kort til TF stöðva sem hann hafði haft samband við og raðaði í QSL hólfin með aðstoð Mathíasar, TF3MH QSL stjóra félagsins.

Þakkir til Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID sem lagaði Lavazza kaffi og bar fram meðlæti. Alls mættu 20 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

.

Garðar Valberg Sveinsson TF8YY, Guðjón Már Gíslason TF3GMG, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Jón Björnsson TF3PW, Ríkharður Þórsson, TF8RIX og Pier Albert Kaspersma TF1PA (fyrir enda borðs). Ljósmynd: TF3ES.
Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Mathías Hagvaag TF3MH og Kristján Benediktsson, TF3KB. Ljósmynd: TF3ES.
John N3AM í salnum í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3DC.
John N3AM í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Hann var mjög hrifinn af aðstöðunni í fjarskiptaherberginu; var reyndar smá tima að átta sig á Icom 7610 stöðinni þar sem hann notar Elecraft K4 stöð heima í Maryland í Bandaríkjunum. Ljósmynd: TF3DC.

Næsta tölublað CQ TF, 2. tölublað ársins 2025, kemur út 27. apríl.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.

Skilafrestur efnis er til 15. apríl n.k. Netfang: ira@ira.is

Félagskveðjur og 73,

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA

ritstjóri CQ TF

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 10. apríl fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og raða kortum.

Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID annast kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu. APRS búnaður félagsins var tengdur á ný eftir hlé þann 7. nóvember 2024. Það voru þeir Guðmundur Sigurðsson TF3GS og Georg Kulp TF3GZ sem önnuðust verkefnið. Vel gekk að uppfæra búnaðinn og tengjast. TF3IRA-1Ø hefur verið QRV síðan á 144.800 MHz sbr. meðfylgjandi ljósmynd.

JIDX CW CONTEST.
Keppnin stendur yfir laugardag 12. apríl kl. 07:00 til sunnudags 13. apríl kl. 13:00.
Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð japanskra stöðva: RST + hérað (e. Prefecture No).
Skilaboð annarra: RST + CQ svæði.
http://www.jidx.org/jidxrule-e.html

SKCC WEEKEND SPRINTATHON.
Keppnin stendur yfir laugardag 12. apríl kl. 12:00 til sunnudags 13. apríl kl. 24:00.
Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum.
Skilaboð: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + nafn + (SKCC númer/“NONE“).
https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon

OK/OM DX CONTEST, SSB.
Keppnin stendur yfir laugardag 12. apríl kl. 12:00 til sunnudags 13. apríl kl. 11:59.
Keppnin fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð OK/OM stöðva: RS + 3 stafa landskóði (e. country code).
Skilaboð annarra: RS + raðnúmer.
http://okomdx.crk.cz/index.php?page=SSB-rules-english

YURI GAGARIN INTERNATIONAL DX CONTEST.
Keppnin stendur yfir laugardag 12. apríl kl. 12:00 til sunnudags 13. apríl kl. 11:59.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15, 10 metrum og um gervitungl.
Skilaboð: RS(T) + ITU svæði.
http://gccontest.ru/rules-gc-2024-2/

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.