,

UPPFÆRSLA HJÁ KORTASTOFU ÍRA.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri kortastofu ÍRA lauk við árlega uppfærslu á merkingum QSL hólfa stofunnar fimmtudaginn 3. júlí.

Mathías sagði, að nú væru 110 félagar með merkt hólf fyrir innkomin QSL kort. Hann kvaðst vilja benda ár, að nýtt TF kallmerki fái ekki sérmerkt hólf fyrr heldur en kort byrja að berast. Eftir að samband er haft, megi gera ráð fyrir að fyrstu kortin taki að berast um bureau‘ið 6-18 mánuðum síðar.

Mathías nefndi, að félagsmenn geti gengið að því sem vísu þegar þeir koma í félagsaðstöðuna á fimmtudagskvöldi, að ný kort bíði á staðnum – að því gefnu að kort hafi borist daginn áður. En vitjað er um kortasendingar erlendis frá í pósthóf ÍRA sérhvern miðvikudag og eru sendingar flokkaðar sama dag.

Þakkir til Mathíasar fyrir vel unnin störf.

Stjórn ÍRA.

.

Góðu dagsverki lokið. Mathías Hagvaag TF3MH QSL stjóri TF-ÍRA QSL Bureau við QSL kassann í Skeljanesi.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seven + 10 =