HAM RADIO SÝNINGIN 2025.
HAM RADIO sýningin 2025 í Friedrichshafen nálgast og verður haldin helgina 27.-29. júní n.k. á sýningarsvæði Neue Messe 1 í borginni Friedrichshafen í Þýskalandi.
Vegna fyrirspurnar. Friedrichshafen er borg með um 60 þúsund íbúa við Bodensee vatnið í suður Þýskalandi. Borgin er með eigin flugvöll, en ekki er reglulegt flug til og frá Frankfurt. Hins vegar er flugvöllurinn í München ekki langt í burtu og þaðan má taka rútu þaðan og tekur ferðin um 2,5 klst.
Aðrir flugvellir í nágrenninu eru í Zürich (ZRH). Þaðan má taka lest til Romanshorn að Bodensee vatninu og skipta yfir í ferju til Friederichshafen og tekur siglingin um þrjá stundarfjórðunga. Í boði er einnig að taka rútu frá Zürich flugvelli (Flixbus Company) til Friedrichshafen. Það er ódýrara en tekur lengri tíma.
Þetta er stærsta sýningin fyrir radíóamatöra í Evrópu og sá vettvangur sem jafnan er mest sóttur af íslenskum leyfishöfum. Búið er að opna miðasöluna á netinu, en ódýrara er að kaupa aðgangsmiða þannig auk þess sem menn sleppa við að lenda í biðröðum.
Vefslóð: https://tickets.messe-friedrichshafen.de/webshop/221/tickets
Til fróðleiks, má lesa frásögn frá ferð á sýninguna í Friedrichshafen 2019 (CQ TF 4. tbl. 2019); bls. 25. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2019/09/cqtf_33arg_2019_04tbl.pdf
Stjórn ÍRA.

Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!